- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
754

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

754

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

forkunnar góðu frá honuin, en hann vildi eigi segja frá því,
svo að þá skildi eigi á.

Um veturinn (1188—1189) var Ingimundur í Björgvn, en
um vorið rjeðst hann til skips þess, er Stangarfoli hjet og
bjóst til Islands. Á því var margt íslenskra manna. En
æfi-lok Ingimundar prests urðu lík æfilokum Einars bróður hans.
Stangarfolinn kom hvergi fram og spurðist ekkert til hans í
14 ár. Pá fanst hann í óbygðum á Grænlandi. Sást þá að
hann hafði komist þangað í hafvillum og að menn allir höfðu
týnst. í>ar fanst lík Ingimundar prests i hellisskúta einum og
sex manna bein hjá honum. Sagan segir að hann væri heill
og ófúinn og svo klæði hans. Hjá honum var vax og á rúnir,
er hann hafði rist um líflát þeirra.1)

j?ótt Ingimundur væri prestur, brá hann sjer þó i
kaup-ferð vestur til Englands. Á meðan hann var prestur í
Staðarbygðinni hefur hann eignast kaupeyri. Þar mun honum
hafa goldist og gefist töluvert meira af sumum vörum en
hann þurfti á að halda; þeim hefur hann þurft að verja í
annað, sem hann vanhagaði um; fyrir þvi het’ur hann ráðist í
kaupferð. Svo gerðu þá ymsir íslendingar, sem líkt stóð á
fyrir. En þótt þeir færu í kaupferð til annara landa, sigldu
þeir nú sjaldan á eigin skipum, heldur rjeðust þeir i skip
hjá öðrum, venjulega hjá norrænum mönnum, þvi að
skipa-stóll Islendinga á síðari hluta 12. aldar var orðinn mjög
lítill.

III. Kaupferdir bænda og utanferdir á eigin skipum.

A þessu tímabili er þess eigi opt getið, að íslenskir
bændur færu utan kaupferðir á eigin skipum, en þó er eigi
auðveldara að draga takmörkin á milli þeirra og
kaupmann-anna en á söguöldinni. Nokkra af þeim mönnum, sem þegar
eru taldir meðal kaupmanna, mætti eptir því litla, sem af
þeim segir i ’sögunum, eins vel setja hjer meðal þeirra bænda,
sem fóru einstaka kaupferð til útlanda. Á íslandi voru skóg-

’) Guðm. s.j Bps. I, 429, 430, 433-435; Sturl. I, 142, 145-147,
150—153. í Sturl. I, 152—53 er Stangaríblinn nefndur Stangarbolli í
aðalhandritinu, en hitt nafnið er bæði í Bps., Fms. VIII, 263,
Eirsp-114, og Ann. I, IV, V o. fl.; mun |>að vera rjett.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0766.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free