- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
764

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

764

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

hætti. En það þótti of langt, og breyttu þeir þvi og ljetu þá
vera tvær vísur með hverjum hætti. Mikið af kvæði þessu
er enn til.1)

Þórarinn rosti, íslenskur maður, var á skipi Hallsteins
kúlubaks 1180 og hjálpaði Guðmundi Arasyni, en eigi segir
nánar af ferðum hans.2)

Árið 1185 fóru mjög margir íslendingar utan, og er
skýrt frá því að þeir hafi ráðist í þrjú skip i Eyjafirði, sem
þar stóðu þá uppi. Eitt þeirra átti Ögmundur rafakollur; í
það rjeðst Þorgeir Brandsson, biskups, Sæmundarsonar á
Hólum. Hann bjó þá að Stað í Reyninesi og brá búi. Þar
rjeðst til utanferðar með honum Porolfur prestur
Snorra-son, Porsteinn og Porkell Eiríkssynir og margt
ann-að íslenskra manna; er nefndur einn þeirra, Gunnar (eða
Guðmundur) frá Auðkúlu. Þeir komu í Þrándheim og var
3?orgeir með Eysteini erkibiskupi um veturinn. Vorið eptir
fór hann og fjelagar hans til Islands, líklega á sama skipi,
þótt eigi sje þess getið. Hann tók þá sótt i hafi og Iá þar til
þeir tóku land á Eyrum. En er hann kom í land, óx sóttin
að nýju, og andaðist hann 13. eða 17. ágúst 1186. Lík hans
var flutt til Hóla, og spurði faðir hans þá fyrst andlát hans.3)

Á öðru skipi í Eyjafirði tóku sjer þá far Karl ábóti
Jónsson, Ingimundur prestur Þorgeirsson, sem fyr er frá
sagt, og Ogmundur Porvarðsson sneis bróðursonur hans
og margt annað íslenskra manna. Þeir tóku land i Niðarósi
og komst Karl ábóti í kynni við Sverri konung; segir eigi
annað af þvi, en að Sverrir Ijet hann byrja á að rita sögu
sína. Karl ritaði þá fyrri hlutann af benni, en yfir sat Sverrir
konungur sjálfur, og rjeð fyrir hvað rita skyldi. Sýnir þetta
að Sverri konungi hefur fundist til um greind hans og
fróð-leik. Af útkomu Karls ábóta segir ekki í fornritunum, en
Finnur biskup Jónsson segir, að hann hafj tekið aptur við
á-bótaembættinu á 3?ingeyrum 1187.4) Hann ætlar þvi að hann
hafi komið aptur til Islands það ár. Því hefur Jón Sigurðsson
fylgt og ýmsir fleiri fyr og siðar,5) en þetta er þó ekki rjett.

Icel. s. I, 139-140; Flat. II, 468. . *) Guðm. s., Bps. I,

422-423; Sturl. I, 138—140. s) Guðm. s., Bps. I, 429—430; Sturl.

I, 146-147, 156; Arm. IV, VIII, IX. 4) Hist, eccl. Isl. IV, 31.

5) Dipl. I, 305; P. E. Muller, Sagabibliotek 1H, 420; K. Keyser,
Efter-ladte Skrifter I, 449: Guðbr Vigíússon, Prolegomena, Sturl. 1, lxx,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0776.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free