- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
779

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

friðar- og rit-öldin.

779

fjelaus á fund Knúts konungs hins ríka (f 12. nóvbr. 1035),
og getur þetta hvorttveggja eigi rjett verið. Oddi Grimsson
var í bardaganum við Kakalahól, og segir sagan, að hann
væri þá sköllóttur og gamall. Ef hann hefur gengið suður
eptir það til þess að taka skriftir og ráða bót syndum sínum,
þá hefur hann eigi komið til Knúts rika, heldur til
systur-sonar hans Sveins konungs Ástriðarsonar eða Úlfssonar.
Sagan segir, að Oddi gengi fyrir konung og bæði hann fjár,
og konungur hafi þá látið gefa honum þrjár merkur silfurs,
en Oddi hafi eigi viljað þiggja það. Kom þá upp að þeir
Oddi voru tólf saman, og ljet konutigur þá gefa hverjum
þeirra þrjár merkur. Hvað satt kann að vera í sögusögn
þessari er eigi hægt að segja, en hún bendir þó á, að Oddi
hafi farið utan eptir bardagann við Kakalahól, því að hún
segir, að konungur hafi spurt Odda, hvort hann hafi barist
við frændur sína á íslandi, og að hann hafi sagt, að hann
hafi verið í móti mönnum, er sjer voru skyldir. Oddi hefur
því liklega farið utan og gengið suður eptir bardagann við
Kakala-hól og nokkrir menn með honum, sem vildu bæta fyrir sálu
sinni. Oddi hefur eigi verið svo gamall eins og sagan segir,
þá er bardaginn stóð, ef það er rjett sem Ljósvetninga saga
segir, að hann væri faðir Guðmundar, er augað stakk úr
Katli presti Þorsteinssyni á Möðruvöllum einhverntíma i
byrjun 12. aldar.1) Ketill varð síðar biskup og var rúmlega
sjötugur, þá er hann andaðist 1145. Hann hefur því verið
feddur um 1074. Deilur hans við Guðmund Oddason komu
af þvi, að logið var að Guðmundur ætti vingott við konu
hans. Guðmundur hefur því verið á góðum aldri í byrjun 12.
aldar og eigi fæddur fyr en töluvert eptir miðja 11. öld, eða
eptir það að Oddi kom úr suðurgöngunni, ef hann hefur
verið sonur hans. Oddi hefur þvi liklega eigi farið utan á
^ögum Knúts konungs ríka, en nafni Knúts konungs hefur
verið bendlað við ferð hans, af því að hann var miklu
fræg-ari á Islandi en Sveinn systurson hans, og ef til vill
rneð-fram sökum þess að um mikla fjegjöf var að ræða.3)

Um .þetta leyti eða litlu siðar kusu landsmenn Isleif

I Sturl. I, 42 er Guðmundur talinn. Grimsson. Eggert Briem
®tlar að það sje rangt, sbr. Safn III, 541, og Arkiv för nord, filologi
-UI, 328, en vera má að einn ættliður bafi fallið úr Ljósv. 2) Ljósv.
31/248 -249, sbr. 24/213-214, 24/217, 27/234; Sturl. I, 42—44.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0791.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free