Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
790
ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.
hann er talinn með prestvígðum virðingamönnum 1118, en
andaðist þó eigi fyr en 1169 eða 1170.1)
Þorfinnur Ingimundarson fór utan og á fund
Ey-steins konungs Magnússonar, þá er Ivar skáld bróðir hans
var með honum. Hann naut mjög bróður síns, en hann undi
af því eigi hjá konungi, að hann þótti eigi jafnmenni hans,
og bjóst tíl Islands. Aður en þeir bræður skildu, bað Ivar
Þorfinn bera stúlku einni á Islandi, er Oddný hjet Jónsdóttir,
kveðju sina og þau orð, að hún biði hans og giptist eigi
öðrum manni, því að hann unni henni mest allra kvenna.
Porfmnur fór síðan til íslands og varð vel reiðfari; en hann
rak ekki erindi bróður síns, heldur bað hann Oddnýjar og
fekk hennar.2)
ívar Ingimundarson, bróðir forfinns, hafði farið utan
fyr en hann, og var miklu lengur erlendis. Þá er hann kom
til Noregs, var Eysteinn Magnússon þar konungur (1103—
1122) og fór Ivar á fund hans og gerðist hans maður: likaði
konungi mjög vel við hann. Líklega ári eptir heimför
Þor-finns frá Noregi fór ívar til Islands og ætlaði að fá
Odd-nyjar, en frjetti þá að hún var gipt bróður hans. Hann undi
þá ekki á íslandi og fór aptur til konungs; en nú tók hann
ógleði mikla, og er konungur fann þt;ð, leitaði hann eptir
við Ivar hvernig á því stæði. Er til fögur saga af því og
hvernig konungur hughreysti hann, svo að ívar gladdist aptur.
Ivar mun hafa verið mjög lengi í Noregi. Hann var skáld og
orti um Magnús berfætta, Eystein og Sigurð Jórsalafara og
Sigurð slembidjákn eptir víg hans 1139. 3?að kvæði er
mest-alt enn til.8)
Halldór skvaldri mun hafa farið ungur utan um
alda-mótin 1100 og alið mestan aldur sinn i útlöndum. Hann orti
um marga konunga og höfðingja að því er segir í Skáldatali;
sýnist því svo sem hann hafi farið frá einni hirðinni til
ann-arar um öll Norðurlönd. Hann orti uin Magnús berfætta,
Sóna jarl ívarsson á Gautlandi, Sigurð Jórsalafara, Harald
gilla, Eirík konung eimuna, Inga konung Haraldsson, Karl
’) Sturl. I, 9, 18-22, 30, 36; Krist., Bps. I, 29; Guðm. s., Bps. I,
418. 2) Msk. 167; Fms. VII. 103. 3) Msk. 167—168; 201-204,
207, 210-215, 219-221; Fsk. 341, 346; flkr. III, 500-501, 13/341,
16/347; Fms. VII, 103-106, 200. 205. 326- 329, 334, 339-341, 343-345,
352-353.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>