- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
798

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

798

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

og fór hann utan þá um sumarið með brjefum Magnús
bisk-ups til Áskels erkibiskups. Hann vígöi Björn til biskups 4.
maí 1147, og fór hann þá út til Islands um sumarið.1)

Hallur Teitsson, prestur i Haukadal, mágur Hafliða
Mássonar var kosinn biskup 1149 og fór þá utan um
sum-arið. Hallur var þá á efra aldri, líklega yfir sextugt. Hann mun
fyrst hafa farið suöur til Róms, því að hann var á heimleið,
segir sagan, er hann andaðist i Trekt (Utrecht) 1150 og var
eigi komið svo langt, að búið væri að vígja hann. Um hann
er sagt, að hann mælti alstaðar þeirra máli þar sem hann
kom, sem hann væri þar barnfæddur.2) 3?etta er ýkjur, en
sýnir þó, aö hann hefur verið vel að sjer í útlendum
tungu-málum; bendir það ef til vill og á, að hann hafi farið fyr
utan suður í lönd.

Klængur 3?orsteinsson var þá kosinn biskup 1151
og fór hann utan um sumarið með brjefum Bjarnar biskups,
á fund Áskels erkibiskups í Lundi, og vígði hann Klæng til
biskups 6. april 1152; fór hann þá aptur til Islands um
sum-arið. A meðan Klængur var í Noregi, ljet hann höggva við
tnikinn til kirkju þeirrar, er hann ætlaði að láta gjöra í
Skálholti, og var sá viður fluttur á tveimur skipum til Islands,
sama árið sem Klængur kom út að þvi er virðist.3)

Gissur Hallsson kom sunnan af Ítalíu á meðan
Klæng-ur var í Danmörku eða í Noregi og fór út með honum.
Giss-ur hafði farið suður til Róms og syðst suður á Italíu, til Bari
(í Apulíu), og kom úr þeirri ferð. I Sturlunga sögu segir, að
Gissur hafi verið betur metinn i Róm en nokkur islenskur
maður af ment sinni og framkvæmd. Hve nær hann lagði af
stað í þessa ferð, er ókunnugt, en eigi er ólíklegt að hann
hafi farið frá Noregi með föður sínum þangað suður (1149).
Gissur var fæddur einhvern tíma um 1125, því að Þorlákur
biskup (f 31. janúar eða 1. febr. 1133) bauð honum til sín
til fósturs, og vitnisburður hans bendir á, að hann hafi verið
orðinn töluvert stálpaður áður en biskup dó og byrjaður á
námi. Gissur fór opt af landi brott, segir i Sturlungu; hefur
hann byrjað ungur utanferðir sínar. Hann var bæði vitur og
málsnjall, segir sagan, og stallari Sigurðar konungs munns;

>) Hungr., Bps. I, 78; Ann. I, III, IV. 2) Hungr., Bps. I, 80;
Sturl. I, 247; Ann. I, III, IV. 3) Hungr., Bps. I, 80-81; Ann. I,

HI, IV.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0810.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free