- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
819

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

friðar- og rit-öldin.

819

II. Enn um ferðir Norðmanna til íslands.

Auk þeirra norrænu kaupmanna og stýrimanna, sem nú
voru nefndir, er fárra Norðmanna getið á Islandi á þessu
timabili. Samt væri eigi rjett að leiða þá ályktun af þvi, að
þeir hafi sjaldan komið til landsins, heldur er þetta eðlileg
afleiðing af þvi, að landið er þá sögusnautt um rúm hundrað
ár. 1 annan stað var sjaldan ástæða til þess að geta
Norð-manna á Islandi í Noregs konunga sögum, þótt inn í þær
væri skotið ýmsum þáttum af Islendingum i Noregi og þvi
töluvert sagt af utanferðum þeirra.

Um 1044 (eða veturinn 1043—1044) var Austmaður einn
á vist hjá Þorsteini Siðu-Halissyni.1) Hann hafði fyr verið með
Þórhaddi bónda á Rannveigarstöðum, áður en hann deildi
við Þorstein og varð að flytja úr Álptafirðinum að Streiti
nyrðst á Berufjarðarströnd. Þetta bendir á, að Norðmaður
þessi hafi farið optar en einu sinni til íslands. Pá er
Þor-steinn fór að Þórhaddi, vildi Austmaðurinn gera honum að-.
vart, en það tókst eigi.

Um 1177 hafði Austmaður einn, er Ólafur hjet,
vetur-vist hjá Snorra bónda á Völlum i Svarfaðardal. Skeggi hjet
húskarl hans og mun hann hafa keypt eitthvað af Ólafi, þvi
um vorið átti hann fje hjá Skeggja, en hann átti ekkert til
að gjalda fyrir sig og Snorri vildi eigi gjalda fyrir hann.
Fyr-ir það vá Ólafur Snorra þann dag, sem hann fór brott úr
vistinni, og fór síðan á fund Önundar Þorkelssonar á
Lauga-landi og bað hann ásjár. Önundur tók við honum og kom
honum utan, en samdi svo um málið að Arnþrúður
Forna-dóttir, ekkja Snorra, og synir hennar fengu enga sæmd fyrir
vigið. Segir í einu handriti af Guðmundar sögu Arasonar, að
hann lemdi niður eptirmálið. Þetta voru upptökin til þess, að
Arnþrúðarsynir voru að brennu Önundar í Lönguhlíð hjer
um bil tuttugu árum síðar (1197).2)

forst. Síðu-H. 229-230. ’-) Guðm. s., Bps. I, 437; Sturl. I,
219. Þá er Ólafur vá Snorra, var Arnþrúður óljett og fór þá með svein,
sem hún ljet heita Snorra eptir föður sínum. Hann var við
Löngu-hliðarbrennu 6. maí 1197 og var ætlaður til áverka við mann einn.
Hann hefur því verið um tvitugt og vig föður hans um það leyti sem
hjer er talið.

53*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0831.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free