- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
830

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

830

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

til Grænlands og tóku land i Eiríksfirði (1126). Það var
sjald-gæft að útlendir biskupar hefðu vetursetu á íslandi, og var
þess þvi getið í annálum, að þá voru »þrir biskupar á
Is-landit. Einn annálarilari, Einar Hafliðason, segir þó, ab þrír
biskupar hafi verið á alþingi þetta ár, ef »á aldinghe« i
ann-ál hans er eigi ritvilla í staðinn fyrir á íslandi.1) En vera má
að Arnaldur biskup hafi riðið á alþingi 1126, áður en hann
fór af Islandi, þótt eigi sje neitt um það kunnugt.

Jón Sverrisfóstri kom til íslands 1188 á leið til
Grænlands. Hann var vígður til biskups veturinn áður af
Ev-steini erkibiskupi, er andaðist 26. janúar 1188. Næsta vetur
var Jón biskup i Austfjörðum, og sumarið eptir fór hann til
Grænlands. Arið 1202 kom Jón biskup aptur til íslands, og
var hann þá á ferð frá Grænlandi til Noregs. Hann var þá
einnig í Austfjörðum um veturinn, en fór þaðan á fund Páls
biskups í Skálholti og kom þangað á ofanverðri langaföstu.
Var honum þar tekið með hinni mestu sæmd og leystur út
með gjöfum. Jón biskup gaf mönnum ráð til, hvernig vin
skyldi gjöra af krækiberjum, eptir því sem Sverrir konungur
hafði sagt honum; var þá í fyrsta sinn búið til krækiberjavín
á Islandi (1203). Um sumarið fór Jón biskup til Noregs og
þaðan til Róms.2)

Styrkár Sigmundarson, sagnamaður af Grænlandi,
sem fyr er nefndur, hefur að likindum komið til Islands
ein-hvern tima seint á 12. öld og sagt þar frá æfilokum Einars
Þorgeirssonar og skipverja hans (sbr. að fr. bls. 750—51).

Árið 1192 kom skip í Breiðafjörð, seymt trjesaumi
éinum nær. Það var bundið seymi, og höfðu verið í Krossey
og Finnsbúðum i 7 vetur og voru um veturinn með Gelli
Porsteinssyni ... önduðust þar og voru grafnir fyrir austan
kirkju. Þá tóku þeir apturgöngur miklar. — Svona segir af
þessu i Hayers annál (Ann. III).

í Konungs annál (Ann. IV) segir 1189: Ásmundur
kastan-razi kom af Grænlandi úr Krosseyjum og þeir 13 saman á
þvi skipi, er seymt var trjesaumi einum nær það, og bundið
sini. Hann kom í Breiðafjörð á Islandi. Hann hafði og verið

*) Flat. III, 445-46; Grönl. hist. M. II, 684-86; Ann. 1, III, IV.
VII; Skh. ísl. I, 331. 2) Sturl. I, 149-150; Guöm. s. g„ Bps. I, 432.
Ann. I, III, IV, V; Skb., ísl. I, 331—32; Páls s„ Bps. I, 135; Guöm.
s-g„ Bps. I, 486; Ann. III, IV, V.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0842.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free