- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
832

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

832

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

IV. Kaupskip, stýrimenn og útlending-ar á íslandi, sem
eig-i er sagt um hverrar þjóðar voru, og- fleira, sem ber
vitni um siglingu til íslands.

Hjer skulu nú fyrst talin nokkur kaupskip, sem voru á
lslandi eða voru kend við þaö, og fáeinir farmenn.

Á föstudaginn langa, 12. april, 1118 hóf veður upp knöri’
einn, sem stóð uppi undir Eyjafjöllum, og sneri á lopti og
kom hvolfandi niður og braut. Knörr þessi var 27 rúm,1) en
eigi er kunnugt, hvort hann var islenskur eða útlendur. Ef
hann hefur verið í förum eins og liklegt er, hefur hann eigi
komið siðar til Islands en haustið áður.

Veturinn 1119—1120 stóð skip uppi í Hrútafirði.2) Þess
er getið af því að Þorgils Oddason hafði keypt þar við til
skálagerðar, og Hafliði Másson tók nokkuð af honum upp i
sektarfje; en ekki segir hverjir skipið áttu.

í Heimskringlu er getið um íslandsfar í höfn einni í
Noregi, þar sem Sigurður konungur Jórsalafari var staddur
(um 1129). Einn maður islenskur var þar og hendi hann
gaman af því, að færa niður þá menn, er ver voru syndir,
uns Sigurður konungur tók hann og færði í kaf; hefði
kon-ungur kæft hann, ef honum hefði eigi verið borgið. I
Morkin-skinnu og sögu Sigurðar Jórsalafara í Fms. segir öðru vísi
af þessu. Par er ekki getið um neitt Islandsfar, en
sund-maðurinn nafngreindur og nefndur Jón, af skipi konungs;
eigi er þar getið að hann hafi verið íslenskur.3)

Haustið 1182 var kaupskip í Hvítá í Borgarfirði, og er
þess getið af þvi að Ingimundur prestur ]?orgeirsson keyp11
þar varning.4) Liklega hefur skipið verið norskt.

Pá er Magnús konungur Erlingsson fór austan af
Kon-ungahellu 1184, er sagt að hann hefði þaðan með sjer tvö
íslandsför norður til Túnsbergs. Annað þeirra hjet Keip^i
en hitt Vallabúza.6) Bæði þessi skip munu hafa verið norsk.

v) Krist., Bps. I, 30; flungr., Bps. I, 71; Ann IV, I (1119: veður
braut knörr undir Eyjafjöllum) og III (1120: þar stendur brann i
staðinn fyrir braut). ’) Sturl. I, 32. 3) Hkr. III, 28/304-305; Msk.
191-192; Fms. VII, 165-167. ") Guðm. s., Bps. I, 426; Sturl. I, lf2;
’) Flat. II, 608, sbr. Fms. VIII. 204 og Eirsp. 73/87, er geta þess eigi
að skip þessi hafi verið Islandsför.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0844.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free