- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
839

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

friðar- og rit-öldin.

839

Um rúmlega 30 íslendinga er þess getið, að þeir tóku
sjer far 1 skipum annara manna, eða fóru með einhverju
skipi frá nafngreindri liöfn; eru þar með taldir nokkrir þeir
nienn, sem voru gerðir utan. Hinir, sem ekkert er sagt af
hvernig komust utan, eru langflestir, og að tiltölu miklu fleiri
en á söguöldinni. Á meðal þeirra eru um 20 kennimenn,
sem fóru utan af ýmsum andlegum ástæðum, til að ganga í
skóla erlendis, eða ganga suður, eða sækja biskupsvigslu.

Um hjer um bil 100 ára skeið (1050—1150) af timabili
þessu eru til bæði fá og lítil sögurit, og þau segja mest af
innlendum viðburðum og mönnum. Fyrir því eru mjög fáir
Norðmenn nefndir á íslandi á þessum tima. En siðar,
eink-um á siðustu 20 árum 12. aldar, þá er sögurnar eru fleiri
°g greinilegri, er getið allmargra kaupskipa’á Islandi eða í
sigl-ingum til landsins, en þó opt án þess að segja hver ætti
þau eða hvaðan þau væru. Einníg er nú getið ýmsra
Norð-wanna á kaupskipum við ísland, svo að alls er getið um
hjer um bil 30 norska kaupmenn og kaupskip á tímabili
þessu. Pá er það og eptirtektavert, hve margir íslendingar
tóku sjer far á norskum skipum og á skipum, sem ekkert
er sagt af nánar. Tala þeirra, sem fóru utan án þess skýrt
sje frá með hverjum þeir fóru, verður eigi heldur minni en
•á undanfarandi tima, er heimildarritin eru fá. Og þessu er
svo farið eigi að eins um þá menn, sem voru bjargálnamenn,
heldur og um þá, sem voru vel efnum búnir og í
höfðingja-tölu, og höfðu góðan farareyri; sumir þeirra munu jafnvel
hafa haft töluvert af vörum, og rekið kaupskaparerindi sín
i ferðinni. Einstaka sinnum eru að visu nefnd islensk skip
erlendis (1186, 1191 og 1198), og má telja vist, að enn hafi
verið til einhverjir hafskipaeigendur og kaupmenn eða
far-ttienn á Islandi, en það var nú orðið litið um þá, og
versl-unarástandið annað en á söguöldinni eða jafnvel i byrjun
þessa tímabils, á dögum þeirra Magnúss góða og Haralds
^arðráða, þvi að þá voru enn ýmsir íslenskir kaupmenn í
S1glingum ár eptir ár, og seldu islenskar vörur erlendis og
keyptu aðrar, sem þeir fluttu til íslands, og seldu þar eða
hagnýttu sjálfir.

Að svo sjaldan er skýrt frá því, með hverjum
íslending-ar fóru utan og hverjir skipstjórar þeir voru, sem komu til
tandsins, bendir á, að þeir hafi verið útlendingar, og hins veg-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0851.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free