- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
844

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

844

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

III. íslenskir skipseigendur og kaupskip.

Á Sturlungaöldinni er eigi getiö um neina islenska
bænd-ur, sem fóru kaupferðir til annara landa á sinum eigin
skip-um, og þess er varla getið um nokkurn annan Islending en
Snorra Sturluson, að þeir hafi eignast kaupskip erlendis, eins
opt og þeir fóru þó utan. Snorri Sturluson fór utan í
Hvitá 1218, og mun hann hafa tekið sjer þar far og þeir
Ingimundur Jónsson og Arni Brandsson, er fóru utan
með honum; segir ekkert af ferð hans fyr en hann kom til
Noregs á fund Skúla jarls Báröarsonar. Tók hann
forkunn-ar vel við Snorra, og var hann með jarli um veturinn (1218—
1219), en þeir Ingimundur og Árni rjeðust til suðurferðar.
Sumarið eptir fór Snorri austur á Gautland, á fund Askels
lögmanns og frú Kristinar, ekkju Hákonar jarls galins. Snorri
hafði að bæn jarlsins ort um hana kvæði, er Andvaka hjet,
og tók hún vel við Snorra og veitti honuni margar gjafh’.
þar á meðal merki, er átt hafði Eirikur Knútsson
Svíakon-ungur. Uin haustið fór Snorri aptur til Skúla jarls, og var
með honum hinn næsta vetur (1219—1220). Gerðu þeir
Há-kon konungur Hákonarson og Skúli hann skutilsvein sinn.
Um vorið ætlaði Snorri til Islands. Þá voru margii’ Norðmenn
mjög reiðir íslendingum, einkum Oddaverjum, af ránum þeim>
er urðu á Eyrum; ætlaði þá Skúli jarl að senda her til
ls-lands um sumarið. Snorri latti mjög ferðarinnar, og rjeð
heldur til að gera sjer að vinum hina bestu menn á Islandi.
Flestir voru ófúsir til ferðarinnar og var þá hætt við hana
af ýmsum ástæðum, en þeir konungur og jarl gerðu Snorra
lendan mann: talaði jarlinn þá í fyrsta sinni um, að hann
skyldi koma landinu undir konung. Jat’linn »gaf« Snorra skip
það, er hann fór á til íslands, og 15 stórgjafir, svo að hann
hefur bæði viljað levsa hann vel úr garði og gjöra hann
sjer skuldbundinn.

Snorri var heldur siðbúinn og fekk harða útivist; ljet
hann trje sitt fyrir Austfjörðum, en tók land i
Vestmanna-eyjum. Hann fór frá skipi við 12. mann og gisti i Skálholti
á leiðinni.1) Liklega hafa einhverjir af förunautum hans ver-

Sturí. I, 331-32, 339-41, 360; Fms. IX, 292. 295; Guðm. s-,
Bps. I, 507; Ann. I, III, IV, V.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0856.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free