- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
860

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

860

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

VI. Enn ýmsar utanferdir íslending-a.

Hjer verða nú sem fyr taldar utanferðir þeirraíslendinga, sem
eigi er hægt að skipa með vissu undir neinn flokk hjer að
fram-an. Að vísu mætti telja marga af þeim mönnum, sem hjer verða
nefndir, i fjórðu greininni, þvi ef þess er gætt, í hvaða horf
siglingarnar til landsins voru komnar i byrjun 13. aldar, segir
það sig sjálft, að flestir þessara manna hafa tekið sjer far,
þótt það sje hvergi sagt í heimildarritunum. Utanför sumra
þeirra er að eins nefnd í annálum og með sem fæstum orðum.

Magnús Gissurarson fór utan 1202 og kom út aptur
árið eptir. Hann fór til Róms í þeirri ferð.1)

Kolskeggur, islenskur maður. fjell aðfaranótt hins 23.
apríl 1206 i Niðarósi fyrir Birkibeinum. Baglar höfðu ráðist
á þá á næturþeli og var Kolskeggur með þeim.3) Hve nær
hann fór af íslandi, segir hvergi.

Magnús Markússon af Bauðasandi fór til Grænlands
um 1206 og kom ekki til Islands aptur.3)

Klængur forvaldsson, Gissurarsonar, mun hafa farið
utan 1209. Hann andaðist erlendis 1210. Klængur var
messu-djákn að vígslu. Hans getur í september 1208 i liði forvalds
föður síns, er hann var á leið móts við Kolbein Tumason.
Þorvaldur frjetti þá fall hans, og Ijet til hefnda taka Snorra
Grímsson frænda Guðmundar biskups. Klængur hjó hann
banahögg. Er líklegt að hann hafi farið utan sökum þess,
þótt eigi sje þess getið. Klængur þótti höfóingjaefni.4)

Björn, norðlenskur prestur, fóstri Brands biskups, fór
utan 1209 eða litlu siðar. Hann gekk i klaustur i
Niðarhólmi-1226 kom hann út með brjefum Pjeturs erkibiskups sem fyr
er sagt, og var hann kallaður Rita-Björn. Pess er eigi
getið, hve nær hann fór utan aptur, en liklega hefur það
verið árið eptir. 1232 varð hann ábóti í Niðarhólmsklaustri.
Hann andaðist 1244.5)

•) Guðm. s., Bps. I, 481, 486; Ann. IV. 2) Fms. IX, 26; Eirsp.
218. ") Sturl. I, 301; Ils., Sturl.2 II, 296. ") Guðm. s., Bps. I,

495; Páls s„ Bps. I, 144; Ann. IV, V. 6) Páls s„ Bps. I, 140, 142;
Guðm. s., Bps. 1, 546; Fms. X, 6; á ábótaárum sínum kemur Björn
við sögu Noregs og er nefndur nokkrum sinnum í sögu Hákonar
kon-ungs Hákonarsonar. Ann. IV, V, sbr. Dipl. I, 524—30.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0872.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free