- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
871

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STURLUNGAÖLDIN.

871.

"Skipverjar voru Austmenn, og ef til vill tveir íslenskir menn,
Styrkár Einarsson og Þorbjörn skakkur; sex
is-lenskir farþegar voru með Jóni svo kunnugt sje.1)

Eyvindur brattur Eyvindarson skalla fór
kaup-ferðir til íslands í fullan fjórðung aldar. Hans getur fyrst
veturinn 1228—1229, og var hann þá á Sauðafelli (13. janúar
1229). Aptur getur hans vorið 1236 og var hann þá með
Sturlu Sighvatssyni; hefur hann að líkindum komið út
sum-arið áður og Sturla tekið sjer far með honum til íslands. Af
utanferð Eyvindar segir ekki. 1240 kom Eyvindur út og Árni
óreiða með brjefum Hákonar konungs til Gissurar
Þorvalds-sonar. Eigi segir heldur nú af utanferð Eyvindar, en síðast
í júlí 1243 kom skip í Dögurðarnes og stýrði þvi Eyvindur
brattur. Mun hann hafa verið með Kolbeini unga um
vetur-inn, þvi hans getur i liði hans snemma um vorið 1244. Um
sumarið ljet hann út úr Dögurðarnesi, en varð apturreka í
Hvitá. Næst getur Eyvindar haustið 1252 og rjeðst hann þá
til vistar í Reykholt til Porgils skarða og Sunnifa kona
hans. Um Eyvind er þá sagt, að hann væri hirðmaður
Há-konar konungs, og að hann væri þá gamall maður og
ó-skygn, og vinur Sturlunga en óvinur Gissurar. Hans getur
þar eitt sinn um veturinn, en eptir það er hann að eins
nefndur í einni gjörð (1254).3)

Kaupskip eitt, sem hjet Höfðabússan, er nefnt á íslandi
1244 um leið og skip Eyvindar bratts, þvi að það Ijet þá út
■og varð apturreka i Hvitá eins og skip hans. En handritum
af Sturlungu ber eigi saman um það, hvort Höfðabússan hafði
staðið uppi í Dögurðarnesi og látið þaðan út, eða í Hvítá.3)

Eirikur skarði, norrænn maður, er átti heima í Sogni,
fór kaupferðir. 1244 sigldi hann af íslandi og tók land við
Björgyn; þaðan fór hann inn í Sogn, heim til sín.4)

Á Lafransmessu, 10. ágúst, 1245 sigldi skip af hafi í
•Eyjafjörð; þar var á Gunnar brattur og kom frá Noregi;
hefur hann eflaust verið norskur, þótt þess sje eigi getið.5)

Sumarið 1249 kom út brjef frá Hákoni konungi til
Þórð-ar kakala og var honum stefnt utan. Pað má nærri geta að

») Sturl. I, 576; II, 1,.5, 7, 36.
•S52; n, 36, 47, 48, 83, 153, 164, 223.
138-140. 6) Sturl. II, 86.

«) Sturl. I, 402, 404, 483, 544,
Sturl. II, 83. 4) Sturl. II,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0883.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free