- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
874

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

874

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

konungi i Kastiliu.1) Þannig hafa viðskipti Hákonar konungs
Hákonarsonar við Island verið víðtækari en sögurnar segja.

Árið 1254 sendi konungur Sigurð silkiauga með
Sigvarði Skálholtsbiskupi til íslands, og höfðu þeir mörg
brjef meðferðis. Sigurður átti að skynja, hversu einarðlega
biskup færi í konungs málum, en hvaða erindi hann hafði
önnur fyrir konung, eða hvort hann haföi kaupskip til
for-ráða, er nú ókunnugt.2) En það er líklegt að konungur hafi
sjeð honum fyrir fari, þvi að Sigurður hefur sem erindisreki
hans eigi mátt vera öðrum háður en mönnum konungs, sem
gerðu hans vilja. Sigurður fór líka brátt utan aptur, líklega
þá um sumarið.

Árið eptir (1255) kom út ívar Englason, sendur af
Hákoni konungi frá Björgyn, að flytja erindi hans. Ivar var
fjehirðir konungs og nafnkunnur i Noregi; notaði konungur
hann í mikilvægar sendiferðir. Ivar hefur eflaust haft skip til
forráða, þótt þess sje eigi getið. Hann var um veturinn í
Skálholti hjá Sigvarði biskupi. Um vorið fór hann norður til
Skagafjarðar og fann þar Heinrek biskup og Þorgils skarða,
er þá var yfir Skagafirði, og flutti konungs mál fyrir þeim.
I>eir stefndu þá saman bændum í Skagafirði, og fluttu mál
konungs með ívari. Kom þá svo að allir Skagfirðingar og
Eyfirðingar játuðu að gjalda skatt, og mestur þorri bænda í
Norðlendinga fjórðungi, þvilikan, sem þeim semdi um við
Iv-ar, en ekki er þess getið að neitt hafi orðið úr
skattgreiðsl-unni í það sinn. ívar fór þá utan um sumarið, og þótti
er-indi sitt hafa orðið minna en hann ætlaði.3)

Bárður Hallröðarson rjeð fyrir skipi, er var í
Kol-beinsárósi í Skagafirði 1258, og fór til Noregs um sumarið.
Hann hefur að líkindum komið til Islands sumarið áður (1257).4)
fennan vetur (1257—1258) stóðu uppi tvö skip að
Gás-um, Hólmdæian, er Sindri stýrði, og Gróbússan, er
Eyj-ólfur auðgi stýrði. Margir islenskir menn rjeðust til skips

Fms. X, 116, 62, 72; Fris. 568, 548, 552; Eirsp. 461, 431, 436;
Flat. III, 216, 190, 195. Um fálkaveiðar sbr. P. V. Jakobsen, Ilist.
Tidsskr. II. R„ II, 355 o. ef. 2) Fms. X, 59; Frís. 547; Eirsp. 429;
Flat. III, 189; Sturl. II, 222. 3) Sturl. H, 286; þar stendur ívar
Arnljótarson en er rangt sbr. Tímarit Bókmfjel. 1900 bls. 57 o. ef.
Fms. X, 60-61; Frís. 547-48; Eirsp. 430; Flat. III, 189—90; Ann. I,

III, V. ") Sturl. H, 299.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0886.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free