- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
879

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

sturlungaöldin.

879.

utan 1243, og dó 1246. Sigvarður biskup (d. 1268) fór utan
1250 og kom út á Eyrum 1254; hafði þá Hákon konungur
fengið hann til þess að flytja á alþingi að íslendingar gyldu
honum skatt.1)

Austmaður einn, Fjargarður að nafni, var i atför með
Sæmundi Ormssyni í Kirkjubæ 26. janúar 1250,2) og hefur
hann komið út sumarið áður eða fyr.

Arið 1254 er getið um marga Norðmenn á Islandi, bæði
sunnanlands, 24. júní í brúðkaupinu í Haukadal, og
norðan-lands í september mánuði á Flugumýri i Skagafirði.3) Pað
voru heilar skipshafnir.

Heinrekur Kársson var vígður til biskups að Hólum
1247 og kom út um sumarið. Hann var mjög ákafur
fylgis-maður Hákonar konungs að því, að íslendingar gengu undir
hann og gyldu honum skatt. Hann fór utan á fund konungs
1249 og kom út á skipi Eysteins hvíta 1252. Enn fór biskup
utan 1256 og dó i Noregi 1260.4)

Af öllu þvi, sem hjer er talið, er augljóst, að mjög
margir Norðmenn sigldu til íslands á Sturlungaöldinni. feir
höfðu náð versluninni í sínar hendur og höfðu mikil áhrif á
hag íslendinga. Þeir óðu þar einnig uppi við ýms tækifæri,
einkum eptir 1239, og konungi þeirra tókst að ná landinu
undir sig, eins og kunnugt er.

III. Útlendingar á íslandi af ödrum löndum en Noregi.

. Um aðra útlendinga en Norðmenn er sjaldan getið á
Sturlungaöldinni. Þá er »suðurmaður« einn er frá talinn, er
varla nefndur nokkur útlendur maður á íslandi á þessu
tímabili, nema úr norrænum bygðum vestan hafs og af
Grænlandi. Jón Sverrisfóstri Grænlendinga biskup kom til
ís-lands 1202.5) Tíu árum siðar (1212) kom Helgi Ögmundar-

l) Sturl. I, 541; II, 222—23; Fms. X, 59; Eris. 547; Eirsp. 429;
Flat. III, 189. 2) Sturl. II, 114. 3) Sturl. II, 221, 225. ") Sturl.
H. 102, 103, 106, 132, 149; As., Sturl.2 II, 346; Fms. X, 14, 24, 41, 42,
45, 51, 98; Frís. 529, 533, 539-41, 543, 561; Eirsp. 404, 409, 418, 419,
421, 424, 450; Flat. III, 168, 172—73, 180-82, 185, 207; Ann. I. III,

IV, V. 6) Sjá að fr. bls. 830. í Konungs annál 1203 segir: »Pá
fundust III biskupar í Austfjörðum, Páll biskup, Guðmundur biskup
Jón Grænlendinga biskup.« Guðmundur biskup kom út um sum-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0891.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free