- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
890

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

890

FERÐIR, SIGLIiNGAR OG SAMGÖNGUR.

aðar árbækur og ýmsar aðrar sögubækur, að landslögin voru
skrásett og hin fornu kvæði rituð á bækur, að margt var
rit-að annað en messubækur kennimannanna. Petta hafði
vekj-andi og frjóvgandi áhrif á Islendinga. Fornbókmentir þeirra
hefðu aldrei orðið slíkar sem þær eru, ef þeir hefðu
eigi farið til annara landa og aflað sjer þar mentunar, því
að fornbókmentir vorar eru eigi annað en grein af hinum
evrópeisku bókmentum, en fögur grein, græn og blómleg,
þjóðleg og sjerkennileg, rjett eins og landið, sem var
hæfi-lega langt í burtu frá öðrutn löndum, til þess að latínan
fengi þar eigi föst tök á bókmentunum sem í öðrum
lönd-um. Pað var langt frá því að utanferðirnar spiltu tungu
eða þjóðerni Islendinga; þvert á móti, þær hafa eflaust kent
íslendingum betur en flest annað að nota sína eigin tungu
og gæta hennar.

Að sjá annað til samanburðar er öllum nauðsvnlegt.
Pað vekur dómgreind og framtakssemi. Gáfur Islendinga
fengu betur notið sín af því að þeir fóru opt erlendis og
dvöldu þar árum saman. Skáldin fengu þar yrkisefni, að
kveða um Noregs konunga og aðra stórhöfðingja, og halda
svo uppi merkum atburðum. Margir Islendingar tóku þátt í
orustum og voru við mörg stórtíðindi. Þeir sögðu og sögur
og tíðindi, er þeir komu heim aptur til Islands, og höfðu
sagnaritararnir þaðan i raun rjettri margt af því, sem þeir
rituðu síðar, þvi þessi tíðindi geymdust opt vel, af því að
maður sagði manni. Af Hungurvöku má sjá, hve
feginsam-lega menn tóku slíkum tíðindum og frásögn, þá er Magnús
biskup Einarsson kom heim úr vígsluferð sinni (1135), og
svo mun hafa verið optar. Biskup kom út í Eyjafirði og
reið til alþingis, og kom þar, þá er menn voru að dóinum
og urðu eigi ásáttir um eitthvert mál. Maður einn kom þá
að dóminum, og sagði, að nú riði Magnús biskup á þingið.
En menn urðu svo fegnir þeirri sögu, að allir menn gengu
þegar heim á bæinn. Biskup mun fyrst hafa gengið í kirkju,
er hann steig af baki, og síðan gekk hann út á hlaðið fyrir
kirkju, og sagði þá öllum mönnum þau tíðindi, er gjörst
höfðu í Noregi, meðan hann var utan, og þótti öllum mikils
um vert málsnilli hans og skörungsskap.1)

») Bps. I, 77.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0902.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free