- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
18

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

98

í>egar reykjavík

safn v

vegna mannúðlegrar framkomu sinnar, er hann eftir
nokkur ár hvarf frá þeirri sýslan.

Tugthusið var lagt niður 1816. En i rauninni var
búið að leggja það niður áður. Espólín segir, að
Casten-skjold stiftamtmaður hafi (árið 1813) »þótzt neyddur
til að reka alla fanga brott af tugthúsi, og hafi sett þá
á sveitirnar, þó þær væru ofþyngdar áður«; hafi þó
lof-að að gjalda sveitunum seinna kostnaðinn, en það aldrei
verið gert1). Þegar Moltke gerðist stiftamtmaður hér
(1819—23) fékk hann tugthúsinu gamla breytt i
stiftamt-mannsbústað og settist þar að með fjölskyldu sinni.
Aftur höfðu stiftamtmennirnir á undan honum, Fredrik
Trampe greifi (1805—10) og Joh. Carl Thurah
Casten-skjold (1812—19) búið í húsi fyrir neðan læk, er
ís-leifur yfirdómari Einarsson hafði látið reisa árið 1802»
Það hús var nú gert að yfirréttarhúsi og
bæjarþing-stofu, með ibúð handa öðrum lögregluþjóni bæjarins
niðri, en »svartholi« uppi á loftinu i vesturenda og
(fram undir miðbik 19. aldar) ibúð
stiftamtmannsskrif-ara i austurenda. Seinna var þar prestaskólinn.

Fyrir sunnan tugthússlóðina og Arnarhólstúnið var
steingarður mikill hlaðinn neðan frá læknum upp alla
brekkuna upp fyrir hús það, er Jón háyfirdómari
Pét-ursson bjó i löngu siðar allan sinn búskap hér i bæ.
Fyrir sunnan þennan garð hét þá, næst læknum,
Stuðla-kots-tún alla leið suður að Stuðlakoti — eða
Stöðul-koti —, votlent mjög neðst. En ofar i brekkunni (sem
seinna var tekið að kalla Ingólfsbrekku) fyrir sunnan
Arnarhólstúngarðinn, stóð Pingholt. Sennilega verður
það býli ekki til fyr en innréttingarnar koma hér á fót.
í Jarðabók Á. M. er það ekki nefnt. Þar eru nú býlin
orðin fjögur eða fimm i röð, fremur lítilfjörleg hreysi
tómthúsmanna. Upphaflega var býlið að eins eitt, og
stóð þar sem seinna hét i Loltsbæ (eftir Lofti
Þorkels-syni frá Kleppi, er þar bjó lengi), þ. e. nú nr. 3 í
Þingholtsstræti. 1 elzta sálnaregistri prestakallsins (frá

1) Sbr. ísl. Arb. XII. bls. 69.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0110.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free