- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
26

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

98

í>egar reykjavík

safn v

að vísu að hér í bænum 1802, en ílyzt héðan þrem
árum síðar suður að Brekku á Alftanesi;
sýslumaður-inn i Gullbringu- og Kjósarsýslu situr og á
Lamba-stöðum og loks dómkirkjupresturinn vestur á Seli. Um
áhrif frá þessum mönnum á bæjarlífið hér gat þvi
naumast verið að ræða, eins og á stóð. Hins vegar átti
kaupstaðarlýðurinn langmest að skifta við verzlanirnar.
Þangað sóttu þeir nauðsynjar sinar, sem þeir gátu ekki
aflað sér á annan veg. Þar var helzt atvinnu að fá. Og
þeim var allur þorri manna að ýmsu leyti háður. Er
þvi ekki nema eðlilegt, að Reykvikingar þeirra tima
drægju einkum dám af verzlunarstéttinni.

Eins og áður er tekið fram, voru götur
kaupstað-arins um þessar mundir orðnar tvær og litilsháttar
tekið að votta fyrir hinni þriðju. Þa r sem það nú er
höfuðtilgangur ritgerðar þessarar að kynna mönnum
bygðina, eins og hún var hér á morgni nítjándu aldar,
verð ég nú að biðja lesendur mína að ganga með mér
vestur eftir annari þessari götu vestur í Aðalstræti og
umhverfi hennar, svo að þeir geti fengið nokkurn
veg-inn áreiðanlegt og glögt yfirlit yfir bygðina, sem hér er
komin, þegar Reykjavik er fjórtán vetra. En eins og ég
verð alt af öðru hvoru að fara lengra aftur i timann,
svo verð ég lika að fara fram i timann og til
skilnings-auka að tengja fortið við nútið svo sem hezt ég get.

Þegar kemur niður Arnarhóls-traðirnar, verður fyrir
oss brú yfir Tjarnarlækinn, kippkorn fyrir norðan
tugt-húss-lóðina. Þegar kemur yfir þessa brú, sem líklega
liefir þótt allmikið mannvirki í þann tíð, skiftist
veg-urinn. Má nú annaðhvort fara vestur úr sunnan megin
við verzlunarhúsa-röðina eða norðan megin. Siðari
leiðin er aðalvegurinn og þvi skulum vér fara hana.

Austast i þessari götu, á hægri hönd þegar komið
er niður úr tröðunum og yfir brúna, verður fyrir oss
ísiiaclisens-hús, þar sem norskur konsúll og
stórkaup-maður, Daniel Isaachsen i Kristjánssandi, hefir verzlun
sina, sem norskur maður, Fredrik Baade (kvæntur is-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0118.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free