- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
28

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28 þegar reykjavík safn- v

urður Pálsson, bjó í Nesi, efnalaus maður. Bjarni
kvænt-ist ungur Rannveigu Filippusdóttur (prests i Kálfholti
Gunnarssonar ý 1779), efnaðri ekkju Jóns lögréttumanns
i Nesi Halldórssonar. Hafði Bjarni þá enn ekki lært að
draga lil stafs, en Bannveig heimtaði, að hann lærði þá
iist sem skjótast, svo að hann stæði ekki að baki fyrri
manni sínum í þeirri grein, en hann hafði verið skrifari
góður. Gerði Bjarni þegar að vilja sinnar góðu konu og
varð brátt leikinn i listinni. Sonur Rannveigar af fyrra
hjónabandi var Steindór stúdent og skipherra í
Hafnar-firði, er kallaði sig Waage (af þvi að hann var ættaður úr
Selvogi), faðir þeirra Agnesar konu Árna Matthiesens i
Hafnarfirði og Guðrúnar konu Mattiasar kaupmanns,
bróður Árna, (þeirra sonur er Bjarni hringjari
Maltias-son). En sonur Bannveigar með Bjarna riddara var
Sigurðnr Siverisen kaupmaður, er átti Guðrúnu systur
Helga biskups (en synir þeirra voru Hans Anton
factor i Reykjavík og Pétur i Höfn, faðir séra Sig. P.
Sivertsens háskóiakennara). Dóttir Bjarna riddara og
Rannveigar var Járngerður, er átli Hans Wöllner
Koe-foed s}rslumann i Rvik, siðar bæjarfógeta á Kongsbergi
i Noregi. Bjarni riddari auðgaðist snemma af verzlun
sinni og hafði mörg skip í förum. Alkunn er ágæt
fram-koma hans íslands vegna á ófriðarárunum i byrjun 19.
aldar. Reykjavíkur-verzlun Bjarna riddara veitti í
upp-hafi forstöðu Sigurður stúdent Guðlaugsson, er seinna
(frá 1806) var um 12 ára skeið settur sýslumaður i
Snæfellsness-sj’slu, en af honum tók við forstöðunni
Filippus signetasmiður Gunnarsson, bróðursonur
Bann-veigar, konu Bjarna riddara. Filippus andaðist hér í bæ
1812. Þá tók við forstöðu verzlunarinnar Símon Hansen
(einn þeirra fjögra Bátsandabræðra, er siðar verður
nánar getið) og hafði hann hana á hendi unz hann
sjálfur byrjaði að verzla 1816 i Fjeldstedshúsi (þ. e.
Brekkmannshúsinu yngra) vestar i Hafnarstræti. En
eftir hann mun Sigurður Sivertsen, sonur Bjarna, er
þá var orðinn meðeigandi Sivertsens-verzlananna, hafa
tekið við forstöðu Reykjavikur-verzlunarinnar. Hann

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0120.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free