- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
32

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

98

í>egar reykjavík

safn v

aðist verzlunarfélagið Wejl & Gerson Jacobæusar-húsin,
en bjó skamma stund að þeim, því að það varð
gjald-þrota ári seinna, en þá eignuðust þeir P. C. Knudlzon
og Wibroe húsin (1838). Eftir það verzlar Hans Baagöe
þar í húsunum nokkur ár, og liefir hann liklega haft þau
á leigu. Á Baagöe fyrst að hafa bygt sér hús á
Austur-velli (þar sem seinna stóð hús frú Herdísar
Benedikt-sen), en P. C. Knudtzon af hrekk að hafa bygt heljannikið
vörugeymsluhús fyrir framan gluggana hjá honum, svo
að tók fyrir alla sól. Hafi þá Baagöe ekki séð sér annað
fært en rífa húsið og byggja það siðan upp aftur austur
i Hafnarstræti, í stað Jacobæusar-búðarinnar gömlu1);
en þetta vörugeymsluhús Knudtzons hafl siðan verið
nefnt »Drillenborg«; (það varð seinna annað af »frönsku
húsunum« svo nefndu, hið vestra). Hans Baagöe hafði
um fjölda ára verið faktor á Húsavik og var orðlagður
sæmdarmaður. Er hans minst í Fjölni (I. árg.) sem
þess útlendings, er bezt hafi unað hag sinum á íslandi,
telji sig hálforðinn Islending eftir um 30 ára dvöl hér.
Er hann sérstaklega lofaður fyrir trjáplöntunar- og
garðvrkjutilraunir sínar þar nyrðra. Kona hans var
Solveig Jónsdóttir, ættuð úr Skagafirði, merkiskona, og
dóttir þeirra Jakobina, kona Jóns landlæknis Hjaltalins.
Sonur Solveigar Baagöe af fyrra hjónabandi var Niels
kaupm. Nielsen á Sigluflrði, faðir frú Sylviu
Thorgrim-sen á Eyrarbakka, en hana ólu þau Baagöeshjón upp
frá þvi hún var tveggja ára. Þau bjuggu 1840—44 í
ibúðarhúsi Jacobæus-eignarinnar (Melsteðshúsi sem
sið-ar varð) og var garðurinn fyrir framan húsið þá talinn
bezt ræktaði bletturinn i Reykjavik. Árið 1846
eignað-ist Jón yfirdómari Johnsen (frá Ármóti)
Jacobæusar-húsin og seldi þau nokkuru siðar Marteini Smith
kaup-manni, öll nema ibúðarhúsið, er hann seldi Sigurði
Melsteð.

Næst fyrir vestan Jacobæusar-eignina var józka
hxisið svo nefnda (»Jydens Hus« eða »det jydske Hus«

1) Eftir frásögn Geirs kaupmanns Zoifga.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0124.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free