- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
36

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

36

í>egar reykjavík

safn v

lítilli »assistenta«-íbúð, sem hann hafði sjálfur látið byggja,
hið fyrra 1818, hið siðara 1819, og Bergmannsstofa)
til að kvitta með þvi skuldir sinar við þá, eftir þvi sem
tekið er fram i áðurnefndu afsalsbréfi. I3ó hélt hann
áfram verzluninni i józka húsinu, að likindum
aðal-lega sem faktor þeirra Andresens & Schmidts, til 1833,
er hann slítur sambandi við þá að fullu og öllu.
Gerð-ist þá Edvard Thomsen, sá er seinna var i
Vestmanna-eyjum (faðir L. E. Sveinbjörnsson háyfirdómara), faktor
þeirra og eftir hann Thaae nokkur. En 1843 hættu
þeir Andresen & Schmidt verzlun hér og seldu húsin
öll Þorsteini (Kúld) Jónssyni stúdent og kaupmanni,
er verzlaði þar til dauðadags. Þorsteinn var sonur Jóns
prests á Auðkúlu (þaðan liklega »IvúIds«-nafnið, sem
Þor-steinn tók upp) Jónssonar og Jórunnar Þorsteinsdóttur,
varð stúdent frá Bessastöðum 1831, en gerðist siðan
kaupmaður (7 i Rvik 20. nóv. 1859, 52 ára). Laundóttir
lians með Vigdísi Steindórsdóttur (skipherra Waage)
var Anna, er fyrst átti séra Þorvald Ásgeirsson, siðan
Sigfús Ijósmyndara Eymundsson, en skildi við báða.
Þorsteinn var allmikið við bókaútgáfu riðinn á fyrri
árum. — En af gamla Möller er það að segja, að eftir
að hann hafði slitið sambandi við þá Andresen &.
Schmidt, setti hann nýja verzlun á fót i húsi þvi, er
seinna var kent við Guðnýju Möller (það liús lét
Möller reisa 1834), en bjó i húsi þar næst fyrir austan,
er elzti sonur haqs, Hans Peter MöIIer (maður Guð-

baki á Rödgaards-lóöinni gömlu, aö þaö hafi upphaflega veriö bygt
úr viðum Reykjavikur-kirkjunnar gömlu, getur ekki náð neinni
ált. Fram að 1818 var ekkert lúis annað á þeirri lóð en sjálft
józka húsið, sem Rödgaard lét byggja; og það vörugeymsluhús,
sem Möller tjáist bygt hafa 1818, stóð ekki fyrir sunnan
aðal-húsið, lieldur að þvi er virðist fyrir vestan pað i beinni línu
nieð fram götunni. Hús það, sem Gröndal talar um, hefir
lik-lega ekki verið reist fyr en löngu seinna. Sennilega hafa þeir
Andresen & Schmidt látið rífa gamla húsið út að götunni og
bygt af nýju hús það, er þar stendur enn að stofninum ti), og
þá um leið flutt vörugeymsluhúsið suður fyrir aðalhúsið, eða
t>ygt það á ný upp úr eldri húsunum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0128.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free