- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
46

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

46

í>egar reykjavík

safn v

búferlum út hingað. Varð Páll því að búa hér með
bú-stýru. Hún hét Jarþrúður Hjörleifsdóttir, og mun hafa
verið ekkja. Árið 1798 áttust þau Páll (sem þá var
orð-inn 71 árs) og Jarþrúður þessi. En sá hjúskapur flutti
Páli litla gleði, þvi að konan var mikill gallagripur, og
dætur hennar af fyrra hjónabandi þaðan af verri. Önnur
þeirra var Þórunn Vigfúsdóttir. Hana átti Grimur nokkur
Ólafsson borgari hér i bænum, hinn versti maður. Þessi
Grimur gerði 1803 tilraun til að brenna Pál gamla,
stjúpa konu sinnar, inni, en tókst það ekki. Varð mikill
málarekstur út af þessu. Játaði Grimur á sig brotið, en í
ofanálag svo margar vammir og skammir aðrar
(þjófn-að, fósturmorð, sitjaspell o. il.), að margir hugðu liann
beint Ijúga á sjálfan sig. Landsyfirrétturinn dæmdi hann
i lifstiðarþrælkun, en hæstiréttur gerði honum liflát.
Var hann fluttur utan, en konungur náðaði hann og
breytti liflátsdómnum i tugthús æfilangt1). Verzlun sina
mun Páll ekki hafa haft i húsi þessu þegar hér er
komið sögu, heldur i Stýrimannshúsinu svonefnda, er
siðar verður getið, á horninu á Hafnarstræti og
Aðal-stræti. Eftir 1804 er Björn Benediktsson Fjeldsteð
borg-ari talinn eigandi hússins (en verzlun sina hafði hann
i Aðalslræti i félagi við Tofte kaupmann, að þvi er
virðist); en þá býr þar Tómas Klog landlæknir, er
dvaldist hér í bæ nokkur ár, áður en hann fluttist að
Nesi. Klog var innborinn íslendingur, kaupmannsson
frá Vestmannaeyjum; varð hann 1804 eftirmaður Jóns
landlæknis Sveinssonar, fluttist að Nesi 1807, en fékk
lausn frá embætti 1815. Fór hann þá utan og gerðist
nokkuru siðar stiftslæknir á Falstri og andaðist þar
1824 (56 ára). Eftir dauða Björns Fjeldsteðs var húsið
selt á uppboði Simoni Hansen (frá Bátsöndum), er áður
hafði verið faktor við Sivertsens-verzlun, en gerðist nú
(um 1816) sjálfstæður kaupmaður. Rak hann verzlun
sina þar i húsinu til dauðadags, en ibúð hafði hann
alla tið i húsi, er hann hafði látið reisa sér á Smiðs-

1) íslands Árbækur XI, bls. 118, 128.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0138.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free