- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
49

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

49

og i Hafnarfirði. Voru kaupin fullgerð 19. sept. 1798,
en sennilega hafa þeir byrjað verzlun sina hér nokkuru
áður, sé það rétt, sem þeir herma Ohlsen og Aanum á
Reykjavíkur-uppdrætti sinum, að vörugeymsluhús þeirra
Randersmanna þar á lóðinni hafi verið bygt 1796.
Fyrir verzlun þeirra hér í bænum var Johan Erland
Böye og aðstoðarmaður hans hér fyrstu árin
marg-nefndur H. P. V. Biering, er nokkuru siðar varð faktor
þeirra Randersmanna i Hafnarfirði. Við þessa verzlun
var og um hrið Sigurður stúd. Guðlaugsson (hls. 28),
líklega eftir að hann lét af forstöðu
Sivertsens-verzlun-ar1). En þessi randerska verzlun þeirra blessaðist ekki
vel. Böye stóð fremur illa i stöðu sinni sem
verzlunar-stjóri, hefir sem íleiri i slikri stöðu vafalaust lifað mikið
yfir efni fram. Þvi að 1805 er hann orðinn svo
stór-skuldugur húsbændum sinum, að alt er af honum tekið
og selt á uppboði. En sjálfir voru þeir þá orðnir svo
þreyttir á að verzla hér, að þeir láta selja á uppboði
allar vöruleifar, og eins öll verzlunarhúsin, bæði hér
í bæ og i Hafnarfirði. Verzlunarhúsin keypti Adser
Knudsen og byrjaði þar verzlun þetta sama ár í einhverju
iélagi við Peschir & Co. i Kaupm.höfn. En sú verzlun
varð skammæ, enda áraði afarilla fyrir kaupmenn hér
þessi og hin næstu ár vegna ófriðarins, er þá geisaði á
meginlandinu. Árið 1807 ílytur Adser Knudsen af landi
hurt, að því er virðist sem eignalaus maður, og mun
eftir það hafa sezt að í Bípum, þar sem hann var
upp-1-URninn. Pó er ekki lokið viðskiftum hans við ísland
með burtför hans héðan. T. d. fær hann 1808 af koll-

1) Sbr. Sýslumannaæfir III, bls. 233. Segir þar, að Sigurður
hafi verið »við höndlun í Reykjavík hjá Boga um hríð«, en þar
er vafalaust átt við Böye, faktor Randersmanna. Sigurður var
sonur Guðlaugs prófasts í Vatnsfirði Sveinssonar (t 1807); hafði
hann gengið i Skálholtsskóla (verið vikið þaðan um hrið vegna
galdrakvers, sem fanst i vörzlum lians) og útskrifast 1785. Hann
var siðan 8 ár í Khöfn við laganám, en laulc aldrei
embættis-profi; síðan var hann tvö ár barnakennari í Arendal i Noregi,
en kom út hingað 1797. 1806—1819 var hann settur sýslumaður
1 Snæfellsnessýslu (f í Vigur 1840).

4

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0141.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free