- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
66

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

66

í>egar reykjavík

safn v

um Ijóta moldarkumbalda við eina höfuðgölu bæjarins»
Milli fjóssins og húsa Einars borgara lá götustigur úr
Aðalstræti og yfir á Austurvöll. Nefndist hann seinna
»Ivæmnergade« (bæjargjaldkera-gata); hefir nafn það
liklega verið svo til komið, að bæjargjaldkerinn hefir
húið i gamla yfirréttarhúsinu (hvort sem hann nú hefir
verið Guðm. Pétursson eða Ditlev Thomsen). Nú heitir
gatan Vallarstræti.

Beint suður af fjósinu blasir við allmikið hús með
miklu risi. Það er Bergmannsstofa, áður íbúðarhús
kaupmannsins i Hólminum og forstjóra innréttinganna.
Þegar tekið var að selja liús innréttinganna eflir 1790,
hafði Runóljur Klemensson keypt hús þetta. Hann hafði
þá á hendi stjórn innréttinganna og var jafnframt fyrir
Sunchenbergs-verzluninni. En stjórn innréttinganna fór
Runólfi ekki sem bezt úr hendi, svo að sú staða var
tekin af honum og seld i hendur Þorkeli
Guðmunds-syni Bergmann, sem þá hafði fyrir nokkuru sezt aö
hér i bæ og byrjað verzlun i sambandi við danskan
verzlunarmann Sigvardt Holm og skipherra Jóhann
Hansen Tofte. Þorkell hafði eignast verksmiðjuhús þetta
að hálfu, skömmu eftir að Runólfur hafði gerst eigandi
þess. En nú kevpti hann líka hinn helminginn af
Run-ólfi, og var húsið upp frá þvi nefnt »Bergmannsstofa«.

Porkell Bergmann var Húnvetningur að ætt, sonur
Guðmundar á Árbakka Magnússonar, en bróðir ólafs
á Vindhæli, föður Björns Ólsens á Þingeyrum og þeirra
bræðra. Björn Olsen getur þessa frænda sins i stuttri
æfisögu sinni, sem til er i tveim handritum á
Lands-bókasafni1). Segir hann Þorkel hafa verið með hærri
og gildari mönnum, sem og kemur lieim við lýsingu
Espólins, er telur hann verið hafa »gildmannlegan
mann«, og bætir við, að hann hafi verið bólugrafmn
og rómdigur, eins og þeir frændur allir2). Enn getur B.
Ólsen þess, að Þorkell hafi verið vel gáfaður og
skáld-mæltur; Hallgrímur djákni, sem þá var á Sveinsstöðum,

1) Safn Jóns Sigurössonar nr. 304 í 4to.

2) íslands Árbækur XII, bls. 9.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0158.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free