- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
71

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nr. 2 VAR FJÓRTÁN VETRA 71

forstjóra innréttinganna og bókhaldara (venjulega
kall-að »Kontor- og Magazinhus« eða Fabriqve-hus Nr. 2).
Petræus seldi (að nafninu) Geir biskupi Vídalin hús
þetta, er hann fluttist til bæjarins frá Lambastöðum
vorið 1807 og bjó biskup þar siðan til dauðadags. Var
húsið upp frá þvi er biskup flulti í það, nefnt
Biskups-stofan og hélzt það nafn langt fram eftir öldinni. Þar í
norðurstofu hússins niðri, sem biskup hafði skrifstofu
sína, gerðust þau tiðindi sumarið 1810, að Savignac,
kaupmaðurinn enski, skoraði Gisla faktor Simonarson
á hólm, dró upp úr vasa sínum skammbyssur tvær og
fékk Gisla aðra. Sannaðist síðar, að sú skammbyssan
var tóm, en Englendingsins hlaðin! Spentu þeir nú
hóga á byssum sinum, en þá gekk biskup á milli og
tókst honum að fá þá til þess að hætta við einvigið
sættast1). Er þetta eitt dæmi (af mörgum) þess, hve
mikla frekju og ofstopa Englendingar sýndu af sér liér í
hæ á þeim ófriðarárum. Áfsal fékk biskup ekki fyrir
hús-inu fyr en 1822 og seldi hann það þá sama ár stjórninni
fyrir embættisbústað handa biskupi. En Geir biskup dó
árið eftir (1823), og Steingrimur biskup settist að í
Laugarnesi. Gat því biskupsekkjan, Sigríður
Halldórs-<ióttir (prófasts i Hítardal Finnssonar, er áður var gift
séra Guðm. Þorgrimssyni á Lambastöðum) búið áfram
i húsinu til dauðadags (1846). Hjá þeim
biskupshjón-um bjó Sigurðnr sýslumaður Pélursson og dó þar 1827.
Löngu seinna átti Jens yflrkennari Sigurðsson húsið og
hjó þar, unz hann varð rektor. Bjó þar þá eftir hann
leng i maddama Ivristjana Jónassen (sj’stir Geirs kaupm.
^oéga), ekkja Jónasar Hendriks Jónassens faktors (sonar
Einars Jónassonar frá Gili, sjá hls. 73). Mun þetta hús elzt
allra húsa i Reykjavik nú annað en stjórnarráðshúsið.

Afast Petræusar-húsi að sunnanverðu eða því sem
næst, var Klæðavefnaðarstofan gamla. Var hún þá orðin
hýsna fornfáleg og úr sér gengin, þótt enn væri þar
eitthvað litilsháttar verið að fást við klæðavefnað. Vig-

0 Sbr. íslands Árbœkur XII, bls. 46.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0163.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free