- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
73

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

73

bjó hann það sem eftir var æfinnar (f 1825) og eftir
hann ekkja hans, frú Þuríður (f 1839) Ólafsdótiir frá
Frostastöðum Jónssonar, unz hún 1830 seldi bæinn
Kristjáni Jakobssyni (faktor og seinna kaupmanni).
Arið 1823 hafði Gröndal látið rifa Skálann og byggja
upp aftur sem timburhús, en nafnið »Gröndalsbær«
fluttist yfir á húsið. Kristján Jakobsson var ættaður úr
Eyjafirði (sonur Jakobs bónda i Kaupangi
Þorvalds-sonar). Hann átti Þuriði, dóttur Henriks N. Melbyes
beykis, og voru dætur þeirra þær Jakobsens-systur, er
lengi bjuggu hér i bænum, en fluttust siðan til
Kaup-mannahafnar. Var ýmislegt merkra manna til húsa þar
um daga Kristjáns, t. d. séra Sveinbjörn Hallgrimsson;
þvi varð Skálinn fæðingarstaður »Þjóðólfs« gamla, sem
séra Sveinbjörn stofnaði þar 1848. Eftir dauða Kristjáns
(t 1851) fluttist frú Helga Benediktsdóttir, ekkja dr.
Svein-bjarnar Egilssonar, i húsið, en nokkurum árum siðar
eignaðist frú Elin, ekkja Jóns landlæknis Thorsteinsen,
það og bjó þar til dauðadags (1887). Nú stendur þar
hús Stefáns Eirikssonar.

Suður af Vefnaðarstofunni gömlu stóð Spunastofan
fyrir sunnan Grjóta-stiginn og sneri gafli fram að
Aðal-stræti. Hún var nú orðin ærið fornfálegt hús,
sundur-grafið af rottum og óvistlegt næsta. Þó var ibúð i
stof-unni. Bjó þar lengst af fyrsta áratug 19. aldar Runólfur
Klemensson, áður verzlunar- og verksmiðjustjóri. En
Petræus átti húsið og lét loks rifa það til grunna 1816.
Ekki bygði hann þar aftur og féll þvi lóðin til
bæjar-ins. En 1824 bygði Einar verzlunarmaður Jónasson sér
ibúðarhús á lóðinni og stendur það hús fram á þennan
(lag. Einar var frá Gili i Svartárdal; var kona hans
Margrét Höskuldsdóttir frá Bústöðum Péturssonar.
Einar var lengst af við verzlun Wellejusar og stýrði
henni sem faktor siðustu ár sín (f 1835). Synir þeirra
Einars og Margrétar voru þeir Jónas Hendrik faktor,
sem átti Kristjönu, systur Geirs Zoéga kaupmanns, og
Pétur, sem bjó á Felli i Biskupstungum og enn er á
hfi, nú i Reykjavík. En dætur þeirra voru þær Katrin

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0165.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free