- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
80

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

80

í>egar reykjavík

safn v

ólfs bjó ekkja hans, maddama Sigriður (Sigurðardóttir
frá Götuhúsum, yngri sj’stir Sigriðar konu Hendriks
Hansens) mörg ár þar í bænum með sonum sinum
(Erlendi, föður Sigriðar, konu Sakariasar á Bergi
Ein-arssonar, föður Erlendar vegabótastjóra, og Þorkeli,
föður frú Sigriðar, konu séra Þorkels á Reynivöllum
Bjarnasonar). Yar bærinn þá venjulega kallaður
Lœkj-arkot (kemur það nafn fyrst fyrir i sálnaregistri 1814
hjá Árna Helgasyni, þá dómkirkjupresti) eins og hann
nefndist alt af siðan. Bjuggu þar eftir maddömu Sigriði
um fjölda ára fyrst Þorkell sonur hennar og síðan Jón
sonur hans trésmiður. En eftir það eignaðist Ólajur
dannebrogsmaður og bæjarfulltrúi Olafsson (er áður var
i Viðey og siðan á Eiði i Mosfellssveit) Lækjarkotið og
hjó þar þangað til Þorsteinn járnsmiður Tómasson,
tengdasonur hans, lét rifa það til grunna og byggja
smiðju þar sem kotið hafði staðið. Var Ólafur í
Lækjar-koti um fjölda ára einn af þektustu borgurum
bæjar-ins og velmetinn af öllum. Sumarið 1874 (Jón
Þorkels-son snikkari mun þá enn hafa búið i kotinu) barði
Kristján IX Danakonungur að dyrum i Lækjarkoti og
vissi húsmóðir ekki af fyr en jöfur var kominn inn í
eldhúsið. Beiddist hann þess að mega sjá bæinn og var
honum það veitt. En er konungur kom að stiganum
upp á loftið, áræddi hann ekki að fara þar upp. Mundi
sá góði konungur hafa komið i lélegri hihýli um sína
daga’?

Vér hverfum þá aftur vestur i Aðalstræti. Fyrir
suðurenda þeirrar götu, þar sem áður var Litunarhús
innréttinganna, er nú (1801) komið laglegt timburhús,
eign Henrichs Sclieels, áður tugthússráðsmanns, nú
bak-ara og veitingasala, og nefndist húsið þvi Scheelsliús.
Hafði hann keypt Litunarhúsið þá er tekið var að selja
hús innréttinganna (1791), látið rífa gamla torfhæinn
og gera timhurhús þetta, er varð nafnfrægt i sögu
bæj-arins svo sem »Gamli klúbburinna. Seinna jók Scheel
álmu við austurenda hússins fram með Tjarnargötu.
Stánda hús þessi að nokkuru leyti enn þá á bak við

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0172.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free