- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
83

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

83

hans var, eins og fyr segir, Ástríður Jónsdóttir, ættuð
úr Landeyjum (f 1834). Eftir dauða gamla Zoega
(1821) bjó ekkja hans nokkur ár i Smiðjunni, en siðan
elzti sonur þeirra, Jóhannes glerskeri Zoiiga, er átti
Ingigerði Ingimundardóttur (Bjarnasonar i Ráðagerði,
en seinna á Bakka á Seltjarnarnesi), systur þeirra
Guð-rúnar, konu Jens Egilssonar Sandholts, og Helgu, konu
Magnúsar beykis Norðfjörðs i Sjóbúð. Af börnum
Jó-hannesar Zoega og Ingigerðar eru nú að eins tvö á
hfi: Geir kaupmaður, hér i bænum, og frú Magdalena
Helgesen (ekkja Helga E. Helgesen skólastjóra) i Khöfn.
Eru þau bæði fædd i Smiðjunni, þvi foreldrar þeirra
hjuggu þar allan sinn búskap. Smiðjan fékk að standa
fram á miðja 19. öld, allreisulegur toribær, og norður
af honum tjós, litf ásjálegur moldarkofi, er stóð út i
miðja götuna (Kirkjustræti sem nú er). Smiðju-nafnið
var þá löngu fallið i gleymsku, og nefndist bærinn
»Zoégers-bær« (eða »Zuggers-bær«). Um 1845 tók
bæjar-stjórn eða byggingarnefnd rögg á sig og bannaði Jóh.
Zoega að endurreisa bæinn i sinni gömlu mynd sem
toribæ. Leiddi það til þess, að Jóhannes lét árið 1847
1-ifa öll moldarhúsin og gera timburhús á lóðinni, þar
sem þau höfðu staðið. Það hús var löngu seinna kallað
Þernegjar-liús, eftir eigandanum sem þá var, Sigurði
Arasyni frá Þerney (áður í Gesthúsum á Álptanesi).
Nú er þar Ásbyrgi — hið þrilyfta hús, sem Gunnar
Einarsson kaupmaður lét reisa nálægt síðustu
alda-niótum.

Næst fyrir sunnan Gamla klúbbinn var Brúnsbær.
Var hann upphaflega ibúð beykis innréttinganna og
vinnustofa (og nefnist þá i gömlum skýrslum
»Bödker-værelserne«). Seinna virðist bærinn hafa verið notaður til
matvælageymslu, að minsta kosti jafnframt (á það bendir
natnið »Viktualie-hús«, sem stundum er notað um býli
þetta). En 1791 keypti bæinn maddama Ivristine Brún,
ekkja áður nefnds »tugtmeistara« Brúns (bls. 17), og bjó
hún þar til æfiloka. Árin 1808—09 bjó i Brúnsbæ
marg-nefndur Peter Malmqvist beykir, sem kunnastur er af

6*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0175.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free