- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
94

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

94

í>egar reykjavík

safn v

Magnússon, er átti Bergþóru dóttur Einars i Þingholti.
Var bærinn síðan nefndur eftir honum Arabœr og hélst
það nafn löngu eftir að Ari var fluttur þaðan í
Skál-holtskot, eins og fyr er getið. í Arabæ bjó í fjölda ára
Runólfur Jónsson, faðir Jóhanns, föður Magnúsar
Ein-ars Jóhannssonar, læknis á Hofsós. Nú er þar, sem
Arabærinn stóð, hús Jóns afgreiðslumanns
Asmunds-sonar (frá Grjóta).

Fyrir neðan Hjallakot, austan við götuna, þar sem
nú er Vinaminni, stóð á þessum árum fjós eitt mikið;
átti það Kristófer Faber. í Fabersfjósi var ibúð í
vest-urenda og bjó þar þá Þórður nokkur Jónsson beykir,
er kallaði sig Snæfeld. Nokkuru siðar bygði Þóroddur
Sigmundarson bæ, þar sem fjósið hafði staðið, og
nefnd-ist hann Póroddsbær. En seinna var hann kallaður
Breklca eða Brekkubœr. Þar bjuggu i fjölda ára þau
Einar hattari Sæmundsson (prests á Útskálum
Einars-sonar) og kona hans Guðrún Ólafsdótlir (Loftssonar
og Elinar Þórðardóttur úr Hliðarhúsum Sighvatssonar),
foreldrar þeirra Brekkubæjar-systra: Sigriðar, konu
Ei-riks Magnússonar M. A. i Cambridge, Maríu (í
Vina-minni), konu Einars verzlunarm. Einarssonar i Rvik,
og Soifiu, konu Sigurðar próf. Gunnarssonar i
Stykkis-hólmi.

Þar fyrir norðan var Marteinsbær. Þann bæ reisti
rétt fyrir aldamótin Marteinn nokkur Högnason og
nefndist bærinn i upphafi eftir honum. En seinna seldi
Marteinn. bæinn Guðmundi borgara Bjarnasyni (frá
Langárfossi) og nefndist hann upp frá þvi Borgarabœr.
Eftir Guðmund borgara, sem áður er getið (sjá bls. 59),
bjó Þórður sonur hans þar i bænum fjölda ára. Synir
Þórðar voru þeir alkunnu »Borgarabæjar-bræður«, er
alla æfi dvöldust hér i bæ: Guðmundur á Hól
bæjar-fulltrúi (faðir frú Sigþrúðar, konu Björns Kristjánssonar
bankastjóra), Jón i Hlíðarhúsum (faðir Þórðar i
Ráða-gerði), Pétur í Oddgeirsbæ (faðir Gunnlaugs fyrv.
bæjar-fulltrúa), Porkell i Grjóta og Sigurður í Steinhúsinu, er
einn lifir nú þeirra bræðra, háaldraður maður. Dóttir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0186.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free