- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
97

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

97

teldust með kaupstaðnum. En þar sem þetta alt telst
nú til kaupstaðarins, þá þykir ekki viðeigandi að ganga
þegjandi fram hjá því.

Hér verður að sjálfsögðu minstra breytinga vart
frá þvi er saga kaupstaðarins hefst. Bj’lunum heflr litið
sem ekkert fjölgað. Suður með Tjörninni standa
hjá-leigurnar Melkot, Melshús og Hólakot og
Hólavallar-skóiinn milt á milli þeirra tveggja síðarnefndu. Að eins
hefir litið tómthúskot bæzt við milli Melkots og
Mels-húsa, er nefnist Nýibær, (venjulega kallað Lénharðskot).
Skal nú sögð í stuttu máli saga þessara býla, að þvi
leyti sem hún er kunn.

Syðst og næst Tjörninni er Melkot. Hvenær þar er
fyrst bygt, veit ég ekki, en ekki er það svo gamalt býli,
að Jarðabók Á. M. telji það meðal hjáleigna frá
Reykja-vik. Og hafi þar nokkurn tima verið grasbýli, þá hefir
grasnytin verið tekin undan því fyrir 1769. Það ár búa
þar tveir tómthússmenn, Guðmundar tveir, Jónsson og
Einarsson, og vitum vér ekki meira um þá en nöfnin.
Árið sem Reykjavík fær kaupstaðarréttindi, b^’r i
Mel-koti danskur maður, «Christjan Möller Snedker«, sem
kynni að geta verið einn af dómkirkju-smiðunum, þótt
skjalfest verði það ekki. Tíu árum seinna býr þar
Þor-leifur Árnason Hitdal og heldur hann kotið i nokkur
ár; en það ár, sem hér ræðir um, býr þar Teitur
Gisla-son og vitum vér engin deili á þessum mönnum. En
frá 1825 til vorra daga hefir sama ættin búið þar, fyrst
Sigriður Magnúsdóttir (ekkja Sigurðar Ásmundssonar i
Skálholtskoti), þá Einar sonur hennar og loks Magnús
sonur hans, sem enn b5Tr þar háaldraður maður. Lítið
eitt vestar og norðar stóð nj’býlið Nýibær eða
Lén-harðskot, rétt fyrir sunnan líkhúsið í kirkjugarðinum,
sem nú er. Var Lénharður þessi Jónsson, gamall
vinnu-niaður Sunchenbergs og siðar kembari við
innrétting-arnar. En er Lénharður féll frá, hvarf kot þetta úr
sögunni nálægt 1812.

í Melshúsi er 1769 talinn búandi mr. Jón
Magnús-son snikkari. Má ráða af titlinum »mr.« (þ. e. monsjör),

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0189.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free