- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
3

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Iiiiig-aiig-ur.

Sunnan Mundíufjalla leiddi viðreisn fornbókmennta og
lista, viðreisnaröldin eða menntaöldin mikla (renaissance),
til frjálslyndis í trúarefnum og skoðanafrelsis yfirleitt.
OIl önnur varð norðan Mundiufjalla afleiðing
siðskipt-anna, er þeir hrundu af stað Lúther og samherjar hans.
Siðskiptin girtu fyrir trúfrelsi, og skoðanir manna urðu
yfirleitt í hvívetna rigbundnar við fyrirmæli kirkjunnar.
Breytingar þær, er Lúther kom af stað með baráttu sinni,
þótt upphafiega væru í rauninni trúfræðilegs eðlis, leiddu
enn fremur til valdboða um lífernisreglur, er konungar
settu og allir urðu að hlita, því að Lúther og hans menn
drógu yfirráð kirkjunnar úr höndum páfans og fulltrúa
hans, byskupanna, og fengu þau þjóðhöfðingjunum,
kon-ungum. Þessar reglur settu konungar með löngum
laga-bálkum. Hér með oss íslendingum felast þær í
kirkju-skipunum (ordinanzium) þeim, er heita má, að hver
konungur gefi út eftir siðskiptin og fram um 1700, og í
Stóradómi, er svo hefir verið kallaður (samþykktur á
al-þingi 1564, staðfestur af konungi 1565). Virðast
konung-arnir hafa verið i fáu svo kappsamir sem þessu, að gefa
út fyrirmæli um kirkjumál.

Hver, sem vill kynna sér kirkjuskipanir þessar,
hlýt-ur að ganga úr skugga um það, að fyrirmæli þeirra
mið-uðu að þvi að lama alla sjálfstæða hugsun og
viðfangs-efni og hamla öllu andlegu frelsi. Fyrirmælum þessum
var og fylgt fram svo fastlega, að telja má, að af þeim
leiði um hrið andlegan dauða þjóða hér um Norðurlönd

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0247.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free