- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
14

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

14

fjölmóður

sa.fn v

Jón hefir í ungdæmi sínu og síðar lesið það, sem
hann hefir yfir komizt af bókum, en ólíklegt er, að
bóka-kostur hafi verið mikill á Hornströndum í þá daga. Það
er auðséð af ritum Jóns, að hann liefir kunnað dönsku
og þýzku, eða skilið þau mál á bók, en dulið er oss nú,
hvernig hann hefir numið þessar tungur, eða hvort hann
hefir numið þær tilsagnarlaust. En fróðieiksþorstinn,
næmið og minnið, hefir verið dæmafátt, og sigra þessir
eiginleikar flestar þrautir. Aftur á móti segir Jón í
Tíðs-fordrifi, að hann skilji ekki latinu; en þó fer Jón
stund-um með latinu i ritum sinum, raunar líklega oftast eftir
útlendum ritum, sem hann hefir haft undir höndum.
Líklegt mun og vera, að Jón hafi numið kaþólskar bænir
í ungdæmi sínu, og að til þess sé að rekja það, er liann
lætur Martein, hinn spánverska skipstjóra, gera bæn til
guðs og fer um það latínskum orðum (Ævidrápan, 138.
og 142. erindi).

Jón hefir snemma orðið athugall á það, er fyrir
augun bar, og hefir það leitt til þess, að hann tók að
rita um náttúru landsins; eru rit hans um þessi efni að
vísu mjög kreddublandin og allsundurleit, en allt um það
telja náttúrufræðingar margt á þeim að græða. Þess ber
og að gæta í því sambandi, að náttúruvísindi stóðu þá á
mjög lágu stigi hvarvetna, og þá einnig hér á landi.
Höfðu íslendingar mjög litið sinnt náttúruvisindum, og
sizt gefið gaum að náttúru fósturjarðar sinnar, áður en
Jón kom til sögunnar, og má hann því vel teljast fyrsti
náttúrufræðingur íslands eða Plinius Islandicus,1) eins og
Þormóður Torfason kallar hann. Það cr til marks um
náttúruþekking þeirrar tíðar manna, að* engan
greinar-mun gerir Jón á þvi, sem nú er nefnt lifrænl og ólífrænt;
hann talar um steina, sem kvikni af steinum o. s. frv.
Að öðru leyli vísast til Landfræðissögu íslands eftir
Þor-vald Thoroddsen um gildi náttúrufræðarita Jóns; þar er
í II. bindi rækilega gerð grein fyrir því.

1) P. e. hinn islenzki Plinius; Plinius var náttúrufræðingur
rómverskur, sem uppi var á 1. öld eftir Kristsburð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0258.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free