- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
16

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

16

fjölmóður

sa.fn v

færa byskupsbréf, sem leggja bann við þessu. Það er því
ekki að kynja, þótt svo færi bráðlega, að þetta
lækninga-brall Jóns, lestur bans í fornbókum og náttúruathuganir
yrðu til þess, að hann varð af alþýðu manna talinn
fjöl-kunnugur, enda trúði hann því sjálfur, að galdur gæti
átt sér stað og þykist jafnan sæta hinum römmustu
gern-ingum af fjandmönnum sínum, Ara Magnússyni í Ögri,
Ormi á Knerri og Ólafi Péturssyni, umboðsmanni á
Bessa-stöðum. Hann hefir verið fulltrúaður á það, eins og allir
samtimismenn hans, að hafa mætti áhrif á viðburði og
hag manna með notkun galdurs, og hefir reynt að gera
það sjálfur og þólzt geta; en eiga má Jón það, að ekki
virðist hann hafa reynt að nota galdurinn til annars en
góðs, þ. e. til þess að afstýra illu, eftir því sem unnt er
að rekja af kreddum þeim og hindurvitnum, sem hann
var ákærður fyrir síðar meir. Einkum hefir hann notað
kreddur og galdra til lækninga, til þess að koma fyrir
draugum, verjast ásóknum og þess háttar.

Hákon, föðurfaðir Jóns, hefir andazt árið 1597, og
hefir Jón þá flutzt til Guðmundar föður síns, ef hann
hefir ekki flutzt til hans fyrr, og verið hjá honum til
dauða hans. Telur Jón svo i Ævidrápunni, að dauða
föð-ur síns hafi borið að af völdum Bárðar þess, er liann
lýsir þar, og virðist Jón nánast ætla, að Bárður þessi
hafi naumast verið mennskur maður; að öðru leyti er
mjög óljós frásögn Jóns um Bárð þenna; svo er að sjá
sem Jón telji hann aðkominn i sveitina og eiga heima á
Finnbogastöðum í Trékyllisvík. Þykist Jón og sjálfur
verða fyrir ásóknum af Bárði þessum og gerningum af
hans völdum, og það jafnvel eftir dauða Bárðar.

Jón mun hafa kvænzt árið 1601, og er kona hans
nefnd Sigríður Porleifsdóttir í Tiðsfordrifi (sjá t. d.
hand-rit í Landsbókasafninu, í. B. 35, fol., og JS. 81, 4to., og
sömuleiðis í Byskupasögum sira Jóns Halldórssonar, sjá
II. bindi bls. 86), en Þorvaldur Thoroddsen nefnir hana
Þuriði í Landfræðissögu sinni (sjá II. bindi bls. 77);
mun hann hafa tekið þetla í athugaleysi upp eftir þætti
Gísla Konráðssonar um Jón lærða. Raunar skiptir þetta

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0260.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free