- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
22

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

22

fjölmóður

sa.fn v

mundar er allmerkt og sýnir, að hann liefir staðið framar
ýmsum sámtímismanna sinna i lærðri stétt að þekkingu
og dómgreind á ýmsum sviðum, þótt ekki komi honum
til hugar, fremnr en nokkurum manni i þá daga, að hafa
þau andmæli i frammi, að galdur sé i eðli sinu
mark-leysa.

En yið þetta brá svo við um hagi Jóns lærða, að
honum gat ekki lengur verið vel vært á Snæfellsnesi, og
hrökklaðist hann þaðan, liklega árið 1627, á Akranes, og
var nú um liríð á vegum Árna lögréttumanns á
Ytra-Hólmi Gíslasonar, bróður Steindórs, er áður hafði skotið
skjólshúsi yfir hann.

Áður en Jón lærði fór af Snæfellsnesi, hefir hann
komizt í kynni við Guðbrand byskup Þorláksson
(Ævi-drápan,. 192. erindi); en ekki er unnt að sjá af ritum
Jóns, að hann hafi fram að þessum tima dvalizt nokkuð
á Hólum, eins og sumir rithöfundar geta um, og ekki
verður heldur séð, hvernig þeim kynnum hefir verið
hátt-að; en yist er það, að byskup tók Guðmund, son Jóns„
til læringar i Hólaskóla, og varð liann siðar prestur.

Mun Jón nú hafa hafzt við i Ytra-Hólmi eða þar i
grennd árið 1627 (sbr. Ævidrápuna, 205. erindi) og eflir
það, þangað til Guðmundnr, sonur hans, tók prestsvigslu
og gerðist prestur á Hvalsnesi á Miðnesi, en það hefir
verið ári siðar eða svo. Jón mun þá hafa flutzt til hans
þangað. Umboðsmaðurinn á Bessastöðum, Ólafur
Péturs-son, maður harðdrægur og ágjarn, lenti i málaferlum við
sira Guðmund út af festarmeyju sira Guðmundar, er verið
hafði þjónustustúlka hjá Ólafi (sbr. Ævidrápuna, 213.—
216. erindi); urðu þær lyktir á, að síra Guðmundur var
dæmdur frá prestskap 13. mai 1630. Eftir það hefir sira
Guðmundur, að því er virðist, verið um tíma eða jafnvel
alllengi skrifari hjá Gísla byskupi Oddssyni eða á vegum
hans; i bréfabókum Gisla byskups má finna vitnisburð
byskups um sira Guðmund, og er hann mjög góður í
hans garð; annar vitnisburður er þar og frá
sóknarbörn-um sira Gnðmundar, Hvalsnessóknarmönnum, slikt hið
sama mjög lofsamlegur (sjá bréfabækur Gisla byskups,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0266.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free