- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
26

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

26

fjölmóður

sa.fn v

það sem eftir var ævinnar, enda ritaði hann allt það,
sem til er af ritgerðum hans, á þessum tima ævinnar.
Þó segja sumir (sira Jón Halldórsson í Hítardal i
Bysk-upasögum sínum, II. bindi, bls. 88, Grunnavíkur-Jón og
eftir honum Þorvaldur Thoroddsen i Landfræðissögu sinni,
II. b., bls. 78), að Jón hafi hlotið refsing fyrir það að
liafa átt son fram hjá konu sinni, og þá orðinn
háaldr-aður; segja þeir, að þessi sonur hans hafi verið kallaður
Jón litli-lærði. En Jón Skálholtsrektor Þorkelsson
(Thor-killius) segir, að þessi Jón litli-lærði liaíi verið
sonar-sonur Jóns lærða, og þá sonur sira Guðmundar, og sé
hann enn á lífi um sina daga (sjá Reflexiones . . . de
persona, vita, familia et scripto Jóns málara . . . Lbs.
1070, 4to., eftirrit eftir Ny kgl. Saml. 1275, fol.). Af
börn-um Jóns munu ekki önnur hafa komizt á legg en sira
Guðmundur á Hjaltastað. Voru synir hans síra Þorleifur
á Hallormsstað og Guðmundur, er komst til allmikils vegs
í Danmörku (sjá þátt af honum i Eimreiðinni árið 1911).

Jón lærði andaðist austur í Fljótsdalshéraði i hárri
elli árið 1658 (sbr. atliugasemd við Byskupasögur sira
Jóns Halldórssonar, II. bindi, bls. 88, ívitnun í annál í
Lbs. 157, 4to., sem vafalaust er góð heimild að þessu
leyti og betri en aðrar, er greina annað dauðaár lians).

Æviferill Jóns lærða er raunasaga manns, sem í
upp-hafi hefir verið prýðilega vel gefinn, en ill öld hefir spillt.
Ókostir hans eru ókostir aldarinnar. Afskapleg hjátrú,
dæmafá trúgirni og dómgreindarlítil meðferð efnis
ein-kennir rit hans og samtímismanna hans allflestra. En
samt hefir Jón haft ýmsa hæfileika, sem oftast einkenna
visindamenn, einkum náttúrufræðinga; athyglisgáfu hefir
hann liaft mikla. Minnið hefir verið ágætt og
fróðleiks-löngunin mjög rík, enda varð hann og maður fjölfróður,
en hjátrú og hindurvitni, sem fylgdu aldarfarinu og hann
saug i sig, hafa í honum magnast enn framar við
and-streymi það og ofsóknir, er hann varð að þola, og er þó
raunar undraverður kjarkur hans, að hann skyldi ekki

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0270.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free