- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
73

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 3

FJÖLMÓÐUR

73

meinróg aukið,
svo var að þrengt
á alla vegu.

298. Á hrossi danskra
með herra-böðli
til alþingis

eg skyldi riða
undan hoffólki
og hávaldssveinum;
hvað skulu agnir
hjá hveiti góðu?

299. Hafða eg laufskála
litið hreysi,

varla sá huldi
herðar minar,
virti mig enginn
við að ræða,
enda þorðu fæstir
það að gera.

300. Þá skyldi leika út
lambið snauða,
þó of lengi hefði
undan dregizt,
hrafnar glöddust,
hlökkuðu gammar,
úlfar að flykktust
flokkum saman.

301. Upp voru lesin
okkar feðga

kongsbréf bæði,
þó kefja vildu,
lags var leitað,
að litt skyldi stoða;
það er vana-hlutfall
vort fátækra.

302. . em1) heift mesta

á mér var þó grimmust
opinberlega
fyrir alþýðu;
hitt leyndara
lá í hljóði,
hvorigu þarf þó
hæla stórum.

303. Forsvars forboð
eg fekk að heyra,
enda skyldu aðrir mig
einkis spyrja,

lika frá skipað
lögréttumönnum;
allt svo á móti
íslands lögum.

304. Þá var höfðingjum
i hópa safnað,
klaustrahöldui’um
og kennimönnum;
sex úr stigti
syðra byskups
prestar nú skyldu
puta úr máli.

1) Hér er riflð framan af sem svarar einum eða tveirn
stöf-Um; eni má lesa greinilega; ef til vill hefir s verið fyrir framan,
engu er bættara, þótt sem sé lesið; má vel vera, að erindið
sé eitthvað brjálað.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0317.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free