Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Til skamms tima hefir litið verið ritað um
bæja-nöfn og örnefni á íslandi og hljóta þó allir að sjá,
hversu stórkostlega mikilsvert það er sögu lands vors,
tungu vorri og ýmsu öðru, að um þetta efni sé ritað
og það rannsakað vísindalega. Merkasta ritgerð um
þetta efni, sem ég minnist að hafa séð, er ritgerð
pró-fessors Finns Jónssonar, sem út kom árið 1911 i Safni
til sögu Islands og íslenskra bókmennta og heitir:
»Bæjanöfn á íslandi«. Er hún eins og vænta má af
jafn ágætum visindamanni og dr. Finnur er ágæt, og
er hann þar fyrsti brautryðjandi i þessum visindum.
Getur þvi ekki annað verið en margt sé óskýrt i
þess-um efnum, því að til þess nægir ekki málfræðisþekking
eingöngu, heldur og þekking á sögunni, munnmælum
°g þjóðsögum og siðast en ekki sízt kunnugleiki og
þekking á landslagi og legu staða, sem nöfnin eru
bundin við.
Prófessor Finnur stingur upp á þvi, »að einn
mað-ur eða tveir i hverri sveit tækju sig til og söfnuðu þess
konar nöfnum og sendu þau t. d. LandsbóVasafninu í
Reykjavik«. Þetta væri óskaráð, en forgöngumann
vant-ar. og væri ekki úr vegi, að Bókmenntafélagið tæki að
sér að koma rekspöl á þetta mál og annast um að
kveðja menn til þessa slarfa. — Yæri nauðsynlegt að
iélagið tæki mál þetta til umræðu og athugunar á
fund-u<n sinum.
í þessari stuttu ritgerð hef ég hugsað mér að reyna
hl að leggja minn skerf til slíkrar söfnunar og þeirra
skýringa, sem mér er unnt að gera. Skulu fyrst tekin
nöfn byggðra bóla, eða bæjanöfnin á Skógarströnd því
að hér hefir mér verið hægast að veita mér
nauðsyn-legar upplýsingar vegna þess að þar sem menn dvelja
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>