- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
14

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

62 STAÐANÖFN

SAFN V

rauða er á allt öðrum stað en bærinn stendur nú, því
að nú er bærinn og túnið útsunnanvert á eynni við
sundið Bænhússtraum, en Eiriksstaðir fornu eru inn á
miðri ey, á hæð einni sunnanvert við botninn á
Eiriks-vogi. Eru þeir nú á dögum ávalt kallaðir Eiríksbær.
Er þar bæjarrúst og túnblettur í kring mjög lítill, og
vottar fyrir rammgervum garði umhverfis, likast að það
haíi að eins verið virki í kringum bæinn, en ekki
tún-garður. Er venjan sú nú orðið, að bæir í eyjum hafa
ekki annað heiti en nafnið á sjálfri eynni, sem bærinn
stendur á.

i

27. Rifgirðingar.

Nafnið á ey þessari bendir á, eins og lika er, að
hún er girt rifjum og skerjum á báða bóga eða svo að
segja allt i kring. Hún liggur örskammt frá
austnorð-urenda Öxnej’jar, djúpt sund á milli, Geysandasund.
Eyjan sjálf er lítil, og stendur bærinn vestanvert á eynni
á sjávarbakkanum.

Bysgð hefir verið til skamms tima i Iijóaeyjum,
sem eru í landi Rifgirðinga, en i hvorri eynni byggð
er upphaílegri, hef ég eigi getað fengið upplýsingar um.

28. Brokeij.

Brokey er stærst ey á sunnanverðum Breiðafirði.
Suðurey er áföst við hana; þar eru Traðir, þar sem
Eirikur rauði bjó fyrst, en það nafn á rústunum er nú
gleymt, þvi að sel hefir verið byggt þar ofan á siðar.
Byggð hefir komið seint i Brokey; likindi til, að hún
hafi lengi verið höfð fyrir afréttarland ej’jamanna. Á
það benda ýins örnefni á eynni, t. a. m. Sellönd o. fl.
Ey þessi er með holtum og stórum flóum og sundum
alvöxnum broki (Carex curta), og af því grasi hefir
hún fengið nafnið eins og Eskigrasey af eskigrasinu.
Tilgáta próf. F. J. að hún muni hafa verið nefnd
Brúk-ey, af þarabrúki, er þvi vafalaust röng. Brokið er sú
grastegund, sem mest ber á i eynni. Undir Brokey
liggur nú Eskigrasey sem útey; hún var áður bæjareyin

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0362.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free