- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
18

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

18

bæjanöfn

safn v

bólstað (1811—1834), og hef ég heyrt vísu eftir hann
um kotið, sem er á þessa leið:

Færðina rýra fékk ég ei,
firtur gesta kran^i.
Varð ég að skíra í Víti mey,
— von er að flesta stansi.

En ekki veit eg, hvenær byggð lagðist niður i Víti.

8. Gilsbakki.

í hinu núverandi Narfeyrarlandi eru þrjú býlí
fyrir utan heimabólið, og það eru Gilsbakki eða Kofi,
Erlendskot og Borgardalur. Er Gilsbakki hið eina af
þessum þremur býlum, sem nú er byggt. Byggt var
þar fyrst um miðja 19. öld, og var bærinn i daglegu
tali kallaður Kofi. En opinbera nafnið er Gilsbakki,.
því að bærinn stendur á bakka gils þess, er Ullargil
eða Illagil heitir. Bær þessi hafði lengi verið í eyði 1911,.
þá er þar var aftur reistur bær, húsmennsku grasbýli frá
Narfeyri, sem lagðist aftur i eyði vorið 1914, en
bær-inn stendur enn.

.9. Erlendskot.

Milli Narfeyrar og Gilsbakka eru rústirnar af
Er-lendskoti. Eru þær rústir mjög fornlegar. Hefir þar
verið hjáleiga frá Narfeyri. Engar upplýsingar hef ég.
getað fengið um, við hvern þetta kot er kennt eða
hve-nær það hefir verið byggt.

10. Borgardalur.

Eyðibýli þetta er miklu nafnkunnara vegna
frá-sagnanna um Geirriði og gestrisni hennar, sem frá
er sagt i Landn. II. 13. kap. Þar er sagt, að Geirröður
á Eyri gaf Geirriði systur sinni bústað í BorgardaL
Dalur þessi er i Narfeyrarhlið fram með Álftafirði.
Hliðin er brött ofan að sjónum og dalurinn er stórt
hvapp inn i hliðina. Bratt er á allar hliðar upp í
hvamm þenna eða dal; i honum miðjum er afarhár
hóll, og uppi á toppi hans klettar. Það er borgin, sem

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0366.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free