- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
10

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

10

DÓMKIRKJAN Á IIÓLUM

SAFN V

liét Gamlason1), og er það vafalaust maður sá, er
kunn-astur hefur orðið með nafninu Þóroddur rúnameistari.
Hversu lengi sú kirkja hefur staðið, verður ekki með
vissu séð, enda er ókunnugt um, hvaða ár Jörundur
Hólabiskup (1266—1313) bygði kirkju sína, er leysti
kirkju Jóns biskups af hólmi. Það er hvergi i sögum
Jóns biskups beinlinis að þvi vikið, hve lengi kirkja
hans hafl staðið, heldur verður að ráða það af ýmsu
öðru, sem þar er tekið fram. í Jóns sögu hiríni elztu
er sagt um kirkjuna: »sú, er stendr þar enn i dag«3), en
i ýngri sögunni stendur: »sú er til skammrar stundar
hefir staðið«3). Hve lengi kirkjan hefir staðið, virðist
þess vegna verða að fara eptir þvi, hvenær hin yngri
saga er skrifuð. Aldurshámarkið verður að miða við
aldur eldri sögunnar, en aldurslágmarkið við aldur
vngri sögunnar.

Pó að það að jafnaði sé ekki á verksviði þessa
rits að rannsaka aldur heimilda þeirra, sem notaðar
eru, verður það þó óhjákvæmilegt um þetta atriði.

Skipting sagna Jóns biskups í elztu og ýngri sögu
er gjörð af hinum ágæta útgefanda þeirra4). Yið nánari
athugun virðist ^þó svo, sem að sú skipting sé tæplega
nægilega rökstudd. Útgefandinn telur, að hin svo
nefnda eldri saga (texti A.) sé samin i byrjun 13.
aldar, og er það i alla staði sennilegt, meðfram af því
að hún segir, að kirkja Jóns biskups standi þá enn.
Um hina svo nefndu ýngri sögu (texta B.) er því
haldið fram, að hún sé þýðing Jóns sögu á latinu, sem,
eptir því, sem ýngri sögunni og sögu Arngríms ábóta

1) Svo Jóns saga ýngri B. S. I, 235 og handritið AM. 392,
4to., sbr. B. £. I, 163 (neðanm.), en elzta sagan nefnir hann a6
eins fórodd.

2) B. S. I, 163.

3) B. S. I, 235.

4) Prófessor Guðbrandur Vigfússon í Öxnafurðu.
Skoðan-ir hans um aldur sagnanna og afstöðu innbyrðis eru settar
fram í formálanum fyrir Biskupasögum B. S. I, xxxiv—xlii, og
verður ekki vitnað þangað frekar en þetta.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0406.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free