- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
14

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

14

DÓMKIRKJAN Á IIÓLUM

SAFN V

gjörðar með jafnsnemma og áðan gat eg um, bendir
ó-neitanlega i þá áttina.

Þrjár eru frumheimildirnar um kirkjubyggingu
Jörundar biskups, í Laurentiusarsögu1), i
Lögmanns-annál3) og i Flateyjarannál3). Frásagnirnar eru svo að
segja orði til orðs eins, og furðar mann sizt á því um
Lögmannsannál og söguna, sem að öllum likindum
eru eptir sama manninn, sira Einar Hafliðason*). Með
láti Jörundar biskups er þess getið, að hann hafi látið
»uppsmiða kirkjuna á Hólum ok prýða hana með
klukkum ok skrúði, ok auðgaði staðinn at löndum ok
eignum, gulli ok brendu silfri, svá at sýnast mun
með-an ísland er bygt«. í kirkjusögu Finns Jónssonar5), í
Árbókum Espólins6) og i Biskupasögum sira Jóns
Hall-dórssonar7) er minst á kirkjubygginguna, og er í hinum
tveim siðarnefndu ritum tiltekið mál á dómkirkjunni»
sem siðar mun verða vikið að. Jón Halldórsson segir
enn fremur um þessa kirkju: »sú kirkja hrapaði ofan í
grunn af sterkum stormi á Jónsmessu baptistæ8) á
dögum Péturs biskups Nikulássonar anno 1394, hér
um hundrað ára gömul«9). Finnur Jónsson hefur að
sjálfsögðu notað Biskupasögur föður sins, er hann
samdi kirkjusögu sina, en máli því á dómkirkjunni,
sem þar getur um, hefir hann slept úr henni, en
ald-ursin$ getur hann aptur á móti, og verður það varla
á annan veg skilið, enn að Finnur hafi annaðhvort

1) B. S. I, 825, sbr. 886-887.

2) /. A. 265.

3) I. A. 392.

4) Sjá B. S. I, Ixxxvii—lxxxix.

5) Hist. eccl. II, 154. Þar segir um Jörund biskup:
»Temp-lum cathedrale sumtuose magniflceque Holis exstruxit«.

6) A. Esp. I, 33.

7) Æfir hinna kaþólsku biskupa eptir hann eru eingöngu
til i handriti, og hefi ég notaö eintak, sem er i eigu fööur mins,
Dr. Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar.

8) Rángt, á að vera Jónsmessu postula.

9) í frásögninni af Jörundi biskupi í Biskupasögum Jóns
Halldórssonar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0410.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free