- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
28

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28

dómkirkjan á IIólum

safn v

5. Kirkja Péturs biskups frá 1395—1624, með
við-gjörðum á dögum biskupanna Gottskalks I. og Ólafs
og viðaukum á dögum Jóns VI.

B. Eptir siðaskiptin.

6. Kirkja Guðbrands biskups frá 1626—1759.

7. Iíirkja Friðriks konungs V. frá 1763— . Sú kirkja
stendur enn i dag með þeim breytingum, sem
gjörðar voru á henni 1885.

C. Ófullgjörð kirkja.

8. Hin mikla steinkirkja Auðunar biskups, sem byrjað
var að vinna að á árunurn 1314—1320. Við hana
var aldrei lokið, en Gottskalk biskup I. breytti þvi,
sem komið var af henni i hans tíð, í múr kringum
kirkju þá, sem þá var á Hólum.

Um verndar- og nafndýrling eða dýrlinga
dóm-kirkjunnar á Hólum er alt i óvissu og reyk, þvi
heim-ildirnar eru örfáar og ógreinilegar. Eins er að visu um
verndardýrlinga allra annara islenzkra kirkna að mestu,
þó að heimildir séu þar nokkrar, en tvisvar hefir verið
gjöi-ð tilraun til að búa til yfirlit yfir helgun þeirra.
Fyrst af Dr. Jóni Þorkelssyni1), en síðar af norskum
fræðimanni, Wallem að nafni2). Hvorugt þessara
yfir-lita er neitt i áttina til að vera fullnægjandi, og þó
síð-ur yfirlit Wallems, sem hefir þó haft öll gögnin prentuð
fyrir sér i Fornbréfasafninu, sem hinn hafði þá ekki. Dr.
J. Þ. var þá (1888) að byrja að vinna að útgáfu
Forn-bréfasafnsins, og hefir einmitt sjálfur siðan lagt öll
gögnin upp í hendurnar á Wallem og öðrum. Svo er
frá yfirliti Wallems gengið, að ekki verður séð, hvernig
hann hefir unnið úr þeim gögnum, en hitt er Ijósara,
að það er, hvernig sem það hefir verið gjört, fremur

1) Digtningen, bls. 27—91 passim.

2) Wallem, bls. 15—16. í pessu sambandi má geta pess, að
neðanmálsgreinin á bls. 16 í riti hans er svo ógreinilega orðuð,
að hún er óskiljanleg.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0424.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free