- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
60

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

60

dómivIrkjan á Hólum

s.a fn v

miklar fyrir þvi, að fyrsta dómkirkjan á Hólum hafi
verið helguð Mariu mey. Dómkirkjan hefir án alls efa
haff dýrlingaskipti kringum 1294, þegar Jörundur
bisk-up endurbygði hana1) og hún þá verið helguð Jóni
postula. í Postulasögum segir um Jörund biskup:
»Jo-hannis hátið í jólum var vigsludagur biskupsins, ok
því sæmdi hann hátíðina með söng ok skrúða
forkunn-ar vænum«2). Mætur biskups á þessum helga manni
voru svo miklar, að saga postulans tekur til þess, og
réttlæta þær fyllilega þá skoðun, að biskup hafi kosið
hann verndardýrling hinnar nýju kirkju í stað þess,
sem áður var. Þau hausavixl, sem manna minni eru
búin að hafa á þessu, þegar Árni Magnússon semur
lýsingu sina á kirkjunni, svo að Jón postuli er orðinn
að Jóni skírara, eru ofboð skiljanleg og alls ekki
dæmalaus3). Hvað viðvikur þvi, að kirkjan, að þvi er
Árni Magnússon segir, lika hafi verið helguð guði og
Maríu mey, þá er það i fullu samræmi við sið
kirkj-unnar lengst framan iir öldum og enn i dag, að allar

1) Ef eitthvað væri kunnugt um ölturu, klukkur og helga
dóma hinna priggja fyrstu Hólakirltna, hefði ef til vill mátt ráða
eitthvað um helgun þeirra af þvi, en alt og sumt, sem kunnugt
er því viðvikjandi, er að kirkjan átti helgan dóm Marteins
bisk-ups á dögum Jóns biskups Ögmundarsonar (B. S. I, 169, 197, 242),
og að Laurentius biskup lét smiða Laurentiusskrín (B. S. I, 872,
sbr. 874 og 912), en af því verður vitanlega ekkert ályktað. Auk
þessa átti kirkjan helga dóma Jóns biskups.

2) Postolasögur bls. 509. Á hinum tilvitnaða stað sést, að
rangt er að Jörundur hafi orðið biskup 1267, eins og hingað til
hefir verið álitið, meðal annars í biskupatali Hannesar
Porsteins-sonar, sem minst hefir verið á. Ber annálum saman um að hann
hafi komið út vígöur árið 1267; liafi hann verið vígður á jólum
það ár, hlýtur það eptir voru timatali að vera á jólum 1266,
þvi aö í þá daga var ársbyrjun optast talin frá byrjun
kirkju-ársins, 1. sunnudegi i aöventu, eða frá jólum. Lögmannsannáll
telur hann vígðan 1266, eins og rétt er.

3) Sjá hér að framan um kirkjubyggingu Péturs, að
Lög-mannsannáll lætur Jörundarkirkju fjúka á Jónsmessu skírara,
en Gottskálksannáll, sem er áreiðanlegri, segir hana fokna á
Jónsmessu postula, sem rétt er.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0456.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free