- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
68

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

68

DÓMIvIRKJAN Á HÓLUM

S.A FN V

verður manni alveg óskiljanlegt, að 169 klerkar, að
meðtöldum munkum, haíi getað nægt biskupsdæminu
1542, því frekar munu likurnar til, að talan hafi aukizt
heldur en minkað. Ef marka má reikninga Björns
Ól-sens, ættu á dögum Páls biskups að hafa verið 72,480
—77,520 ibúar á íslandi. Að Skálholtsbiskupsdæmi skuli
hafa getað komizt undan ofsavexti i klerkafjöldanum,
úr þvi ■ að Hólabiskupsdæmi gat ekki sloppið, er blátt
áfram óhugsandi. Skilningur sá á klerkatali Gizurar
biskups, sem stungið hefir verið upp á, er aí fraroaB’
greindum ástæðum hinn eini hugsanlegi. Samkvæmt
skrá Ólafs biskups Rögnvaldssonar, borinni saman við
skrá Jóns Hólabiskups IV., sem áður gat ég um1), voru
á dögum Ólafs biskups alls og alls í biskupsdæminu
257 kirkjur, eða’ miðað við ibúatöluna 11,8 pro millé.
Að tala kirkna og klerka muni hafa verið hin sama
alla öldina, sést nokkurn veginn greinilega á
saman-burði á skránum trá 1429 og 14612). Að eins hafi verið

1) Skrá Ólafs biskups Rögnvaldssonar um kirkjur i
Hóla-biskupsdæmi er prentuð i D. I. V, 352—361.

2) Þegar Páll biskup lét telja kirkjurnar i
Skálholtsbiskups-dæmi, taldi hann sóknarkirkjur einar, en ekki hálfkirkjur eöa
bænhús. Tala kirknanna i Hólabiskupsdæmi, sem hér er sett
257, er lægsta tala, þvi að mestu vantar upplýsingar um tölu
hálfkirkna þeirra og bænhúsa, sem sóknarkirkjunum fylgdu aö
þvi er til margra kemur. Kirknatal Jóns biskups IV. nær til allra
sóknarkirkna, sem þá voru í biskupsdæminu, alls 109. Kirknatal
Ólafs biskups nær til 30 sóknarkirkna með undirliggjandi
hálf-kirkjum og bænhúsum, sem eru 121 að tölu. Lenda því a&
meðaltali hérumbil 4 annexíur á hverri sóknarkirkju. Ef ganga
mætti að þvi visu, að svo hefði verið i öllu biskupsdæminu, hefðu
þar alls átt að vera um 436 kirkjur. Pess eru rejmdar dæmi, að
annexiurnar haíi verið langtum – stundum helmingi — fleiri,
t. d. lágu 1327 8 annexíur undir Skarðskirkju á Skarðsströnd.
En réttast hefir þótt, að halda sér að þeirri tölu, sem sannanleg
er, þó að hún sé ábyggilega lægri lieldur en tala kirknanna í
raun réttri var, og það þeim mun fremur sem hún var óhóllega
há, og þegar þess er gætt, að kirkjur á öllu landinu eru nú 270,
er þykir alveg nægilegt, enda hafa samgöngur ekki batnað þaö
siðan, að svo mikilli fækkun geti valdið, nema þær hefðu verið
of margar áður.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0464.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free