- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
72

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

72

dómivIrkjan á Hólum

s.a fn v

graptarlausii kirkjugarðar hafa verið alveg eins til að
sjá eins og hinir venjulegu graptarkirkjugarðar. Svo
segir i Sturlungu eptir fall Odds Þórarinssonar i
Geld-ingaholtsbardaga 14. janúar 1255, að »menn Odds fluttu
líkama hans upp til Seylu, ok grafinn þar siðan undir
kirkjugarðinum, en þó var engi gröptur at þeiri kirkju,
ok svá langt inn undir kirkjugarðinn»1), og virðist
eng-inn vafi á, að hér hafi verið afgirt svæði á sama hátt
og kirkjugarðar eru venjulega, nema það, að ekki mátti
grafa i honum. Var Oddur grafinn i honum undir
inn-anverðum veggnum og látinn ná langt út undir hann,
sem mun hafa komið til af þvi, að garðurinn hefir
hvergi verið það viður, að hægt væri að koma niður
liki milli hans og kirkjunnar. Að almenningsvitundin
hefir ekki gjört verulegan mun á hinum venjulegu
kirkjugörðum og hinum graptarlausu girtu svæðum2)
kringum graptarlausar kirkjur, sést á þvi, að staðurinn
i Sturlungu nefnir þetta svæði kringum kirkjuna á Seylu
kirkjugarð, eins og grafreitirnir voru nefndir. Að hér
sé ekki um einstakt dæmi að ræða, heldur að
graptar-lausar kirkjur alment hafi verið girtar á sama hátt,
sést bezt á hinum forna kirkjugarði á Gásum, sem er
óbreyttur frá þvi i kaþólskum sið. Hann, og kirkjurúst
þá er í honum er, hafa þeir prófessor Finnur Jónsson
og Daniel liðsforingi Bruun rannsakað fyrir nokkrum
árum. Kirkjurústin liggur á hérumbil alveg kringlóttum
bletti, sem er girtur. 1 austur og vestur er bletturinn
lengstur, 80 fet (dönsk), en frá norðri til suðurs nokkru
styttri8). Svæðið milli kirkjurústarinnar og garðsins er
svo litið, að ekki er að hugsa til að þar hafi verið lik

1) Slurl. II, 239.

2) í pessu sambandi ber að geta pess, að skyldugt var að
hlaða garð kringum graptarkirkju, og leggur Magnús III.
Skál-holtsbiskup 1489 18 álna sekt við að vanrækja það (D. I. VI,
663-669).

3) Ritgjörð Finns Jónssonar: Hinn forni kaupstaður at

Gásum, í Á. í. F. F. 1908.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0468.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free