- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
85

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

í HJALTADAL

85

Notkun kirknanna hefir, eins og gefur að skilja,
valdið miklu um, hve kirkjurnar yfirleitt voru illa
til reika. Kirkjurnar voru ekki notaðar einvörðungu
til tiðasöngs og kirkjulegra athafna, heldur einnig
hafðar til mjög margskonar algjörlega veraldlegra .nota.
Þess hefir áður verið getið, að notkun kirkjugarðanna
til annars en greptrana hafi einnig getað haft mikil
áhrif til verri vegar i þessu efni.

Fyrst og fremst ber að minnast á þau margvislegu
veraldlegu afnot, sem kirkjan sjálf ætlaðist til að höfð
væru af kirkjunum og flest leiddu af
kirkjuþyrmslun-um, sem kirkjan gætti með ýtrustu árvekni1). Þyrmslin
og griðin náðu ekki einungis til manna þeirra, sem á
kirkju komust, heldur einnig til allra hluta, hvers edlis
sem þeir voru, er i kirkju voru geymdir. Herskáum
höfðingjum hefir vafalaust fundizt það tryggilegt á
ö-eirðatimum að vera i námunda við kirkju, sem þeir
gætu leitað á, ef svo bæri undir, að þeir biði skarðan
hlut fyrir óvinum og forðað á þann veg fjörvi sinu.
Væri af þessari ástæðu eðlilegt, ef höfðingjar i fyrri
daga hefðu sótzt eptir að hafa kirkju á bæ sinum, svo
að þeir, ef svo mætti segja, hefðu griðin i handraða,
°g er ekki óliklegt, að þetta með öðru sé ástæðan til
þess, að tala kirkna og bænhúsa á landi voru var
svona gifurleg. Sturlunga gefur gleggsta mynd allra
is-lenzkra sagna af hinni margvislegu veraldlegu notkun
islenzkra kirkna.

Varla er til greinilegra dæmi þess, að kirkja hafi
verið notuð i veraldlegar þarfir, en það, að hún hafi
verið höfð til ibúðar. Svo segir i Sturlungu, að
Duf-gus Þorleifsson hafi búið i kirkjunni i Stafholti2).
Svarthöfði sonur hans riður i Stafholt og klappar þar

1) Aö því er snertir kirkjuþyrmsl og kirkjugrið visast til
réttarbótar Eiríks konungs Magnússonar frá 1294 og réttarbótar
Hákonar konungs Magnússonar frá 1314, báðar i Jónsbók Ó. H.,

til kristinréllar Arna biskups N. G. L. V. bls 24—27.

2) Sturi II, 26.

4*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0481.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free