- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
88

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

88

dómivIrkjan á Hólum

s.a fn v

hefir það heldur altaf farið friðsamlega, er glæpamenn,
sem kirkja fékk ekki haldið, voru úr þeim teknir1).

Griðin náðu, eins og getið hefir verið, ekki að eins
til manna, sem á kirkjur komust, heldur líka til alls
lausafjár, hverju nafni sem nefndist, er i kirkju var
geymt. Ur þvi svo var, var altítt að bera lausafé á
kirkju til að forða því undan óvinum. Enda sýnist svo
sem menn hafi verið ótæpir á að flytja þangað jafnvel
þá gripi, sem sízt væri við að búast á kirkju: búsgögn,
rá og reiða af skipum og ótal aðra jafn ókirkjulega
muni2).

Með þessu móti var kirkjuhúsið orðið
nokkurs-konar vigi, og var þvi ekki nema eðlilegt að sama
gengi yfir það eins og yfir þau, að minsta kosti stöku
sinnum. Það sat þvi ekki við það, að erfiðara væri að
halda kirkjunum hæfilega við vegna óþi’ifa og annars
usla, sem stafaði af þvi að búið var í þeim, og
manna-gangur mikill um þær og þær notaðar sem skemmur
og geymdir i þeim misjafnlega þrifalegir hlutir, sem ef
til vill varð ekki komið i þær, nema skemt væri gólf
eða veggir, heldur gat þar lika orðið trafali af þvi að
þær yrðu fyrir hernaðaryfirgangi, og að jafnvel væri
um þær setið, ef svo vildi verkast, að hægt væri að
stökkva þeim, er i kirkjunni sátu, úr henni undan
sulti3). Umsátur var að vísu að þvi leyti góðs viti, að
hún bar þess vott, að umsátursmenn virtu4)
kirkju-griðin, sem heilög kirkja gætti eins og sjáaldurs auga
sins5), svo viðtækra, að þau náðu 40 skref út frá veggj-

1) Sjá t. d. 1. A. bls. 411.

2) T. d. Sturl. I, 49, 482, II, 76, 207, 216, 257. B. S. I, 707.

3) T. d. Sturl. I, 288, 531, II, 59. B. S. I, 766.

4) Að það beri að skilja umsátur um kirkju svo sem
virð-ingu fyrir kirkjugriðum og þyrmslum má ráða af því, að dæmi
eru þess, að menn umsetnir á kirkju hafa fengið grið hjá
um-sátursmönnum til þess óhultir að ganga erinda sinna, svo að
ekki saurgaðist kirkjan. Slurl. I, 531.

5) Pó að kirkjan alment hafi lagt mikla áherzlu á
kirkju-grið og kirkjuþyrmsl, eru þess þó dæmi, að sumir kennimenn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0484.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free