- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
99

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

99

verða á vegi manns. Á þvi ári, sem bein biskupanna
Jóns Ögmundarsonar og Bjarnar Gilssonar voru úr jörðu
tekin (1198) fylti kirkjuna i Holti i Fljótum, »er harðla
var mjök fyrnð ok fölnuð«, af snjó alt inn að altari
og svo að snjór jafnvel huldi það. Gólfið var laust og
lúið, og undir snæblandin .mold, er það var uppbrotið.
Var þó það viðhaft, að snjónum var rutt út og húsið

ræst1).

Þetta er að visu ekki nema einstakt dæmi, og ætti
þvi i raun og veru ekki að sanna neitt. Engu að síður
mun þó sú mynd af ástandinu, er þarna kemur fram,
einmitt vera hin rétta.

Kirknatal Ólafs biskups Rögnvaldssonar, sem þegar
áður hefir verið vitnað i, bregður mjög skærri birtu yfir
ástand kirknanna um hans daga. í skránni eru taldar
30 sóknarkirkjur og 121 hálfkirkja og bænhús, sem
undir þær lágu. Af þessari 151 kirkju eru 46 — þar
af ein sóknarkirkja — taldar »niðri« eða »ekki uppi«,
en 13 »litt standandi«, »litt uppi« eða »rotin«2). Það er
þá rúmur þriðji partur, sem þarna er svona á sig
kom-inn, og eru það flest litlar kirkjur3). Hafi ástand
kirkn-anna verið i sama lagi um alt biskupsdæmið, ættu af
þeim 257 kirkjum, sem gizkað var á að væru þar, um
85 kirkjur að vera fallnar eða lítt brúkandi4), og þarf
vist að leita viða um heim til þess að finna ástand, er
komist i námunda við að vera jafnaumt og þetta.

1) B. S. I, 197—198.

2) D. I. V, 352—357.

3) Aö þetta hafi líka »komið fyrir á beztu bæjum« sýnir
svo nefnt »viðabréf« Sveins biskups Péturssonar frá 1471, D. I.
V, 604—605. Biður hann par klerka og leikmenn á Ströndum og
annarsstaðar á Vestfjörðum að leggja Skálholtskirkju til viði af
rekum sinum sakir pess, að hún »ok hennar stöpull eru mjög
l’tt standandi sakir viðaleysis ok purfa mikillar hjálpar ok
end-urbætingar, ef pau skuli ekki innan litils tima fordiarfast ok í
grunn niður falla«.

4) Sé miðað viö hærri töluna, sem samkvæmt kirknatali
Olafs biskups (sjá framar í pessum kafia) gæti komið til greina,
væri af hér um bil 436 kirkjum um 150 ónothæfar.

13

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0495.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free