- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
109

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

109

hin lofsamlegu ummæli Laurentiusar sögu um kirkjuna
á Hrafnagili, sem ekki var nema 38 hundraða kirkja,
að hér er ein af stærstu kirkjum landsins. Með því að
taka meðaltalið af kirkjuverðunum i töflu 1, ætti
mað-ur að fá verðið á islenzkri kirkju eins og þær gjörðust
upp og ofan, og verður það 7499 kr. (eptir B; eptir A
3214 kr.; eptir C 8570 kr.) eða hérumbil 22 hundruð.
En svo gætilega stigur kirkjuverðið á þessari töflu, að
óhætt er að gera ráð fyrir þvi að flest kirkjuverð, sem
fiðkuðust, komi þar fyrir. Þar eð hin einstöku verð
koma misjafnlega opt fyrir i töflunni, væri hugsanlegt,
að hlutföllin milli þessara verða, hve opt þau komu
fyrir í verulegleikanum, hafi verið önnur og að
meðal-talinu að þvi leyti skeikaði. En bæði eru kirkjurnar i
töllunni nógu margar til þess, að þetta gæti komið
nokkurn veginn eins fyrir, og eins er það, að
kirkjurn-ar eru valdar með þvi einu fyrir augum, að alveg ljóst
°g greinilegt væri um verð þeirra, svo að ekki er ástæða
tjl að ætla annað en að handahófið hafi haldið
hlut-föllunum réttum. Þær 20 kirkjur, sem taldar eru i töflu
1 einni, eru ekki teknar i hinar töflurnar af þvi, að
ekki þektist verð þeirra nema eins og það var i
upp-hafi, þegar þær voru velstandandi.

Við einstaka liði töflunnar verður að gjöra
eptir-farandi athugasemdir.

Virðingin á fyrstu kirkjunni, Bæ á Rauðasandi, er
gjörð árið 1500, en 6 árum siðar er búið að rifa hana

hyggja nýja kirkju, og er virðing hennar nr. 38 í
tötlunni. Eins er ástatt með kirkjuna i Hitardal, sem
eru 2 virðingar á í töflunni (nr. 11 og nr. 50). Af því
131/? hundraði, sem kirkjan á Hólmum i Rej’ðarfirði
er virt á (nr. 16), sýnist V/t hundrað vpra fengið með
Þvi að selja viðina úr gömlu kirkjunni. Kirkjan á
Keld-nni (nr. 27), sem virt er á 20 hundruð, hefir i raun og
veru kostað 20 hundruð og 1 mörk, eða 7070 kr. (B;
A 3030 kr.; C 8080 kr.) i nútiðarfé, þvi til
byggingar-kostnaðarins var látin ganga ársportion kirkjunnar, 3
merkur, i 17 ár, og verða það 20 hundruð og 1 mörk.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0505.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free