- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
119

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

119

neinar athuganir viðvikjandi þvi, hversu torfhús geti
enzt lengi, sé rétt með þau farið, en að þvi er frekast
er kunnugt, munu torfhús á Norðurlandi sjaldan verða
mikið eldri en 100 ára, en á Suðurlandi miklu minna1).
Um aldur trékirkna vita menn t. d., að dómkirkja sú
i Skálholti, sem bygð var eptir 13182), þegar sú kirkja
fauk, sem bygð hafði verið 13115), stóð þar til hún á
dögum Sveins ;,biskups spaka 1471 var orðin svo til
i’eika, að hún mátti ekki standa, nema þvi að eins, að
gjört væri vel við hana4). Þetta verða um 150 ár5), en
kirkjan stóð lengi eptir það, af þvi að gjört var við
hana. Um kirkju þá, er Jón Hólabiskup helgi bygði á
Hólum um 1107, fór á nokkuð annan veg, þvi að hún
hefir árið 1294 verið svo aumlega á sig komin, að
Jörundur biskup hefir ekki séð sér fært að gjöra við
hana og lét þvi rifa hana. Hún hefir þá ekki staðið
nema eitthvað um 187 ár. Kirkja sú, er Pétur biskup
bygð i á Hólum 1395, fauk, eins og áður hefir verið
sagt frá, á dögum Guðbrands biskups 1624, en hafði
þá verið komin alveg að falli vegna skemda, svo að
yarla hefði lengi þótt tiltækilegt að láta hana standa,
jafnvel þó að slysið hefði ekki hent hana. Kirkjan í
Hitardal fauk 1369°), og 1470 er sú kirkja, er b}rgð var
1 hennar stað, svo á sig komin, að það varð að rifa
hana7). Henni entist eptir þvi ekki aldur nema um 100

1) Elzta kirkja og yfir höfuð elzta liús á landinu er kirkjan
j* Gunnsteinsstöðum i Langadal (um hana sjá siðar í þessum
kafla). Um aldur torfhúsa alment vísast til Kaalund I, 48, en
torfkirkna sérstaklega til Einföld undirvisun bls. 27. Ummæli
Bruuns (Bruiins Kulturliv bls. 83) um aldur torfhúsa ná engri átt.

2) /. A. 151, 204, 345, 394.

3) /. A. 53, 203, 342.

4) D. I. V, 604—605.

5) Af Lögmannsannál áriö 1401 (I. A. 286) virðist svo sem
8J°rt liaíi verið við hana það ár og liafi það verið stórviðgjörð.

6) /. A. 228.

7) D. I. V, 599. Annars er til ágætt dæmi þess, hve fljótar
kirkjur i þá daga gátu verið að hrörna, þar sem
Skálholtsdóm-klrkja er. Hún brann 1526 (B. S. II, 321). Kirkja sú, er þá var

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0515.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free