- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
123

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

123

Um stœrð kirknct er litið vitað, en þeim mun
bet-ur er kunnugt efnið i þeim.

Að þvi er til stærðarinnar kemur, er á litlu öðru
að b)rggja en kirkjuvirðingunum hér að framan,
born-um saman við reglurnar, sem farið var eptir við
virð-ingar, og eru hér fyrir framan skráðar, — og fáeinir
út-greptir flausturslega gjörðir. Engu að siður er úr
þess-um slitrum hægt að búa sér til nokkuð glögga
hug-mynd af stærð kirkna upp og ofan. Þar eð stærð
kirkn-anna að nokkru leyti fer eptir efninu i þeim, skal fyrst
að þvi vikið.

Möguleikarnir eru ekki nema þrír: kirkjur úr steini,
tré eða torfi.

Það er ákaflega vafasamt, hvort nokkurn tíma hafi
verið til steinkirkja á íslandi fyrir siðaskiptin. Hið eina,
sem i þá átt bendir, er niðurlagið á Kristnisögu. Þar
segir frá manni nokkrum, Illuga Ingimundarsyni, »er
druknaði þá er hann flutti lím til steinkirkju þeirrar,
er hann ætlaði at gera á Breiðabólstað í Vesturhópk1).
Um Illuga þennan er haldið, að hann sé sonarsonur Illuga
prests Bjarnasonar, þess er gaf Hóla til biskupsseturs,
sem getið heflr verið um áður2). Ekki er samt líklegt,
að úr byggingu þessarar kirkju hafi orðið, úr því að
Hlugi dó, og það virðist að minsta kosti áreiðanlega
v’st, að ekki sé það steinkirkja, sem i visitatíu Jóns
biskups IV. á Breiðabólsstað 1432 er virt á 8 hundruð,
eu vantar 42 hundruð3) upp á að vera vel standandi.
Bæði er það ósennilegt, að kirkja úr steini hefði spilzt
svo, að hún næði ekki fimta parli upprunalegs verðs,
°§ eins er það beinlinis tekið fram i máldaga Ólafs
^iskups Rögnvaldssonar frá 1461, að kirkjan sé þá
ný-Vlgð4). Væri það einkar ósennilegt, að kirkjan hefði
orðið svo gjörspilt, að ekki hefði verið hægt að nýta

o

1) B. S. I, 32.

2) Obituaria bls. III sbr. Æ. J. P. I, 200.

3) D. 1. IV, 518.

4) D. I. V, 341.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0519.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free